Heimilisritið - 01.08.1956, Blaðsíða 36

Heimilisritið - 01.08.1956, Blaðsíða 36
ég byrjaði að stunda skólann. Hún kom oft í bæheimska veit- ingahúsið með pilti, sem hún var með. Eg var þá tuttugu og tveggia ára og Elinóra töluvert yngri. Hún var falleg og viðfelldin, og mér varð ætíð svo einkennilega inn- anbrjósts, þegar ég leit á hana. Ég hafði verið of önnum kafinn og of fátækur til að skipta mér nokkuð af stúlkum, en ég gat ekki gert að mér að veita Elinóru at- hygli. Kvöld eitt fór kunningi hennar fram að hringja, og ég spurði hana um símanúmer hennar. Næsta sunnudagskvöld fórum við saman í bíó. Eftir það hélt Elinóra áfram að koma í veitingahúsið, en ekki með piltum. Hvenær sem ég átti frí, fórum við út að dansa, renna okkur á skautum, eða bara ganga um skemmtigarðinn. Eftir um það þrjá mánuði vorum við trúlofuð, þó ég sæi ekki nein ráð til þess, að ég gæti gifzt, einkum stúlku eins og Elinóru, sem var af efnuðu fólki og hafði ætíð haft allt til alls. Að lokum gat hún fengið mig til að tala við frænda hennar, sem var verkfræðingur hjá olíufélagi. Eftir hans ráði fór ég til Hampton í Texas, og fékk vinnu í olíustöð. Eftir þrjá mánuði var ég fluttur upp eitt þrep og fékk hækkað kaup. Þá tók ég mér viku frí og fór heim til Kansas og kvæntist Elinóru. Við settumst að í Hamp- ton og vorum aíar hamingjusöm. Elinóra hafði margt, sem mig skorti. Hún var mannblendin, vel liðin af öllum, og vildi öllum hjálpa. Og þegar hún þurfti á að halda, gat hún þegið hjálp af öðr- um. En ég hafði alltaf barizt einn, og hversu miklir, sem eríið- leikarnir urðu, var mér ómögulegt að leita hjálpar annarra. Maður- inn varð að treysta á eigin mátt og megin — það var mín lífs- regla. Ég veit ekki, hvers vegna Eli- nóra elskaði mig. Sjálfum fannst mér það dálítið kynlegt. En Eli- nóru þótti eitthvað hetjulegt við baráttu mína og metnað. Við komumst vel af, einkum eftir að ég hafði enn verið hækk- aður í starfi og fengið bætt laun. Ég vann af miklum dugnaði, og Elinóra eignaðist fjölda vina og kunningja meðal alls konar fólks. Við spöruðum peninga Elinóru til seinni tíma. „Við eignumst stóra fjölskyldu, elskan," sagði hún ákveðin. „Ég vil eignast börn, ekki bara eitt eða tvö, heldur mörg." SARA fæddist tíu mánuðum eft- ir að við giftumst. Þegar tvíbur- arnir fæddust, tveim árum seinna, var ég orðinn rafvirki. lana kom 34 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.