Heimilisritið - 01.08.1956, Blaðsíða 28
TVEIR ÍTALIR
Tveir Italir sátu hvor á móti öðrum
við borð í veitingahúsi í Sviss. Annar
þeirra gat horft út um glugga, en hinn
sncri baki að sama glugga. Sá, sem sneri
baki að glugganum var bróðir þess, sem
á móti honum sat og horfði út um
gluggann. En sá, sem horfði út um
gluggann var ekki bróðir þess, sem á
móti honum sat og sneri baki að glugg-
anum. Hvernig gat það verið?
*
SPILASTOKKUR
I spilastokk eru 26 rauð spil og 26
svört. Hvað þarf maður að draga mörg
spil úr stokknum til þess að vera örugg-
ur um að hafa annað hvort 2 rauð eða
2 svört spii. Við gerum auðvitað ráð
fyrir, að spilin liggi á grúfu, svo að við
sjáum aðeins bökin á þeim.
*
AÐALSMENN OG ÞRÆLAR
Þetta skeði á dögum þrælahaldsins.
Þrír aðalsmenn og þrír þrælar voni á
ferðalagi og komu þá að fljóti, sem
þeir þurftu að komast yfir. Þeir fundu
þar pramma, sem aðeins bar tvo menn.
Þetta hefði nú allt verið gott og bless-
að, ef aðalsmcnnirnir hefðu ekki ótt-
azt þrælana. Þeir vissu nefnilcga, að
þrælarnir höfðu ákveðið að myrða þá,
ef þcir yrðti einhverntíma liðfleiri en að-
alsménnirnir. Hvernig áttu nú aðals-
mennirnir að koma sér og þrælunum
yfir fljótið á prammanum og verða þó
aldrei færri en þrælarnir á hvoiugum
bakka fljótsins? Við þurfum ekki að
reikna með þeim möguleika að þrælarn-
ír strjúki, þó að þeir verði einir á öðr-
um hvorum bakkanum.
*
BORGARNÖFN
Sum ykkar hafa cflaust heyrt gátuna:
,,Hvaða maður er í miðju Vcsturlandi"
og svarið er: Sturla (veSTURLAnd).
I eftirfarandi setningum er á sarna hátt
falin borgarnöfn, eitt í hvcrri.
1. Börnin komust í ró með það sama.
2. Hann skapar íslenzk ljóð.
3. Það er ljótt að snupra greyin.
4. Sumum finnst, að napurt bros loði
við hann.
5. Hvar sjáum við leikritið bezt?
6. Hann man illa, það sem hann lærir.
7. A er hérna, cn vciztu hvar B er
núna?
8. Heyrðirðu brestinn, sem kom rétt
áðan?
9. „Það er ckki cftir ncma rníla, Nonni
minn.“
10. Þú skalt ckki stela,“ 6. viðvömnin
hljóðar þannig.
Sv'úr á bls. 6j.
26
HEIMILISRITIÐ