Heimilisritið - 01.08.1956, Side 5

Heimilisritið - 01.08.1956, Side 5
á yður og ég vil yður vel, og þess vegna finn ég kjark til að segja yður frá því, að fólk talar mikið um yður! Þér vitið án efa hvað ég á við!' En hvers vegna? Þessar tvær ungu manneskjur höfðu ekki brotið neitt af sér. Það eina, sem var að, var að hún var fögur ung stúlka og hann var læknir. Ung- ur læknir í litlum bæ, þar sem kjaftasögur voru helzta skemmt- unin í bæjarlífinu. Og það eru ekki svo fáir, sem hafa þá hjákátlegu skoðun, að imnusta læknis eigi að vera gamaldags og ráðsett og íhalds- söm í klæðaburði, og eigi alls ekki að hitta sinn útvalda nema yfir tebolla hjá gamalli frænku. Það var einn góðvinur minn, ungur, starfandi læknir, sem lenti í þessum slæma vanda. Hann hefði getað farið eftir þeirri að- vörun, sem hann fékk og kvatt ungu stúlkuna, eða þá að hann hefði getað sagt kjaftakerlingun- um að fara norður og niður og misst þannig hóp af slúðurkerl- ingum sem sjúklinga sína. En hann gerði hvorugt. Hann giftist stúlkunni og öllum til mestu undrunar, varð hún fyrirmynd- ar lækniskona. Það er ekki auðvelt fyrir ung- an og ástfanginn lækni að vera búsettur í smábæ úti á landi. Hann getur alls ekki leyft sér að’ koma fram á sama hátt og aðrir ungir og ástfangnir menn. Hann: verður að sætta sig við það að sjúklingar hans hafa brennandi áhuga á ástarævintýrum hans, og við þessu er í rauninni ekkert að segja. Ástalíf læknís er vissulega at- riði sem varðar almenning, því að sjúklingar, og þá einkum kon- ur, vilja vita það með vissu, að sá maður, sem þær sýna fyllsta traust í alvarlegustu málum lífs- ins, sé hafinn yfir allar efasemdir í einkalífinu. Að öðrum kosti myndu sjúklingarnir ekki treysta honum sem lækni. Þegar ég var sjálfur ungur að- stoðarlæknir hjá fullorðnum lækni í bæ einum úti á landi, sem hafði mjög mikið að gera, gerði ég mér fyllilega ljóst, að það var helzta umræðuefnið á biðstofunni, ef einhver hafði séð mig úti með ungri stúlku úr bænum. Hálf feimnisiega sögðu ungar konur við mig: ,,Við sáum yður í gærkvöldi!" Og ég roðnaði og spurði yfir- lætislega: ,,Og hvað gerði ég af mér?" Slíkar konur svöruðu sjaldnast þessari spurningu, en ég fanrr. hvernig reiðin sauð í þeim og égr vissi gjörla, að þeim fannst ég hafa komið hræðilega fram. ÁGÚST. 1956 3

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.