Heimilisritið - 01.08.1956, Síða 50

Heimilisritið - 01.08.1956, Síða 50
og kcálaði: „Mamma, mamma, þú ert komin heim! Við höfum sakn- að þín svo!" Hún fleygði sér í fang Goldy, en ég kippti henni burt. Ég gat ekki þolað, að dóttir Elinóru snerti þessa lauslótu, glötuðu konu. Sara mótmælti: „Mamma er komin, og mig langar að sýna henni nýja reiðhjólið mitt." „Nei," sagði ég hvasst. Hún leit á mig ringluð. „Farðu og leiktu þér við tvíburana," sagði ég. Hún hlýddi og hljóp út. Ég fór út og gekk lengi, senni- lega fimm klukkutíma. Þegar ég kom heim, var slökkt í húsinu, og ég fór upp í svefnherbergið. Goldy var þar, sat hreyfingar- laus á rúminu, þar sem ég hafði fyrst sofið hjá Elinóru, síðan Fijá henni. Andlit hennar var þrútið af ' gráti, en ég gat ekki hamið reiði mína. „Skjátan þín!" Ég sló hana fast í andlitið. „Þú v.erður aldrei annað en skjáta. Þú hleypur burt með nýjum manni, í hvert sinn sem lostinn grípur þig. Ég ætla ekki að láta þig ata mín böm út í þínum óþverra. Hypjaðu þig út!" Ég togaði hana á fætur og hún stóð þarna í þunnum náttkjóln- um, skjálfandi og snöktandi. „Rektu mig ekki burt, Davíð," bað hún. „Taktu ekki börnin frá mér. Þú þarfnast mín. Þið þarfnist mín öll. Ég elska þig. Hjálpaðu mér, Davíð. Rektu mig ekki burt, eins og mamma gerði. Hjálpaðu mér, gerðu það, Davíð." „Hjálpa þér!" Ég gat ekki horft á hana. Ég fór inn í herbergi drengjanna og lagði mig þar á legubekk. En þegar ég fór að hugsa, gerði ég mér ýmislegt ljóst. Goldy hafði hjálpað mér, þegar þörf mín var mest. Ég hafði þegið hjálp henn- ar, og hugsað einungis um minn hag. Ég hafði þegið hana, neitað að sjá sannleikann, en talið sjálf- um mér trú um, að hún gerði þetta af því, að hún elskaði mgi. Ég hafði þegið allt, sem hún gerði fyrir mig, án þess að hugsa nokk- urntíma um að hjálpa henni. Ég heyrði rödd hennar í eyrum mér. „Hjálpaðu mér, Davíð. Rektu mig ekki burt, eins og mamma gerði. Hjálpaðu mér." Og allt í einu, af því ég fann, að ég var ekki þess megnugur að hjálpa henni einn, féll ég á kné og baðst fyrir. Ég undraðist hversu mér létti. Ég stóð upp og fór inn í svefnher- bergið. Goldy stóð þar enn, og tár runnu niður kinnar hennar. „Hvað ætlar þú að gera?" spurði hún. Ég tók hana blíðlega í faðm mér. „Ég ætla að biðja fyrir þér," sagði ég. 48 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.