Heimilisritið - 01.01.1957, Side 23

Heimilisritið - 01.01.1957, Side 23
heyTa, að mér varð ekki ljóst, að Eric hafði aldrei nefnt, að hann elskaði mig né heldur hafði hann raunverulega beðið mín. Eric hélt ófram að tala og við ókváð- um að hittast í Quebec tveim vik- um síðar og hann ætlaði að gera ráðstafanir til þess að ég fengi áheyrn hjá forstjórum fyrirtækis- ins. ÞEGAR ég loksins fór í háttinn þetta kvöld eftir að hafa kvatt Eric, fann ég ekkert til sársauk- ans, sem ég hafði oft fundið til árið áður. Ég var taugaóstyrk og full tilhlökkunar vegna tilhugs- unarinnar um að verða atvinnu- skautamær, en með Eric mér til aðstoðar, vissi ég, að mér gat ekki mistekizt. Umfram allt var ég þó gagntekin hamingju og gerði mér í hugarlund, hvernig það yrði að vera gift Eric. Mamma og pabbi gáfu mér treglega leyfi til að láta prófa mig i Quebec. Ég býst við að þau hafi orðið vör við þrjózkuna, sem verið hafði í mér upp á síðkastið og óttast að ég myndi fara mínu fram nú þegar ég var orðin átján ára, og þeim var mjög umhugað um að koma í veg fyrir fjölskyldu- rifrildi. Ég hlustaði naumast á ráð- leggingar mömmu, þegar ég fór upp í lestina. Hugsanir mínar voru langt í fjarska í Quebec hjá Eric og heimi sýningarfólksins.. Hún vill mér vel, hugsaði ég, en hún skilur ekki hvað ég er að ganga í gegnum. Ég á engin orð til að lýsa hug- aræsing óreyndrar stúlku, sem tekur fyrsta skrefið inn í heim atvinnu sýningarstarfsins. Ég var mjög taugaóstyrk á meðan for- stjórarnir reyndu mig og mér fataðist í sumum einföldustu at- riðunum, sem ég hefði getað leik- andi á heimasvellinu. En forstjór- amir voru skilningsríkir og þeim var ljóst, að taugaóstyrks gætti hjá mér. Eftir að hafa ráðgast sín á milli nokkra stund, sögðu þeir mér, að ég hefði staðið mig vel og þeir sæu, að ég hefði góða þjálfun, og útlit mitt væri mér mjög í hag. Þeir væru vissir um að með æfingunni myndi mér aukast sjálfstraust, og þeir hefðu samþykkt að ráða mig. Ég gat varla trúað því, eftir að allt var afstaðið og ég var aftur á leiðinni til gistihússins. Ég hafði undirritað samning um að skauta með sýningarflokknum allt starfs- tímabilið, og þeir ætluðu að borga mér crttatíu dollara á viku! Þar sem ég hafði aldrei haft aðra peninga undir höndum en vasa- peningana, sem ég fékk hjá for- eldrum mínum, fannst mér þetta dágóður skildingur. Ég hafði beð- JANÚAR 1957 21

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.