Heimilisritið - 01.01.1957, Qupperneq 25

Heimilisritið - 01.01.1957, Qupperneq 25
unum, og varla leit nokkur upp þegar við íórum framhjá. Þær voru önnum kafnar við að bera á sig andlitsfarða úr litlum krukk- um og flöskum. Mér fannst ég utangátta og mjög fjarri þeim heimi, sem ég hafði lifað og hrærst í. Þar sem ég vissi ekki, hvað ég átti af mér að gera, fór ég fram í þeirri von að hitta Eric, og að lokum kom ég auga á hann við veitingaborðið. Eg ætlaði ekki að þekkja hann í baðsloppnum og með andlitsfarðann, og hann virt- ist utan við sig. Eftir sýninguna fórum við í lítið veitingahús, og Eric pantaði kvöldverð. Þetta var enn eitt, sem kom mér ókunnug- lega fyrir sjónir. Hér borðaði eng- inn á réttum matmálstímum. KLUKKAN var næstum þrjú, er Eric skildi við mig við herberg- isdyrnar mínar. Hann kyssti mig lauslega, gekk niður ganginn og tók lyftuna upp í herbergið sitt. Ég gat ekki sofnað. Hvað var orðið um giftingarvonimar mín- ar? Eric var gjörsamlega ólíkur áhyggjulausa piltinum, sem ég hafði þekkt. Honum virtist standa á sama, hvort ég væri þama eða ekki og hvað um mig yrði! Hann virtist vera alveg niðursokkinn í sjálfan sig, venjur sínar, vinnu og vcmdamál. En þar með var ekki allt talið. Ég hafði verið í Quebec tvo daga, og hann hafði ekki verið hið minnsta ástleitinn. Hann hafði ekki nefnt giftingu á nafn. Ég var um það bil að blunda óværum svefni, þegar barið var létt að dyrum. Það var Eric! Áð- ur en ég gat áttað mig, hafði hann ýtt mér aftur inn í herbergið og var að kyssa mig, ekki blíðlega en ruddalega — ég gat ekki stað- ist hann, en þegar hann var far- inn og það rann upp fyrir mér, hvað ég hafði gert og hvílíkur bjáni ég hafði verið, skammaðist ég mín meira en nokkur orð fá lýst. Þessi nótt olli tímamótum í lífi mínu. Kvöldið eftir hitti ég Eric í kaffistofunni. Hann hlýtur að hafa orðið var við heiftina og blygð- unarsemina innra með mér. „Sóttir þú um upptöku f þennan sýningaflokk til þess að skauta eða aðeins til að vera með mér?" spurði hann hranalega. „Þú veizt, hvað ég hef mikinn áhuga fyrir skautum," hrópaði ég reiðilega. „Þá býst ég við, að þú yrðir áfram með flokknum þó að þú umgcmgist mig ekki framar, er það ekki?" „Það varst þú, sem baðst mig um að lcrta reyna mig," sagði ég og leit fast á hann. JANÚAR 1957 23
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.