Heimilisritið - 01.01.1957, Síða 30

Heimilisritið - 01.01.1957, Síða 30
STrt, q *a , ■ ok'« i ignsdyraveiðm eftir „Sald" ÞAÐ VAR metnaðarmál og •ásetningur írú Pakkeltid að skjóta ’tígrisdýr. Ekki svo að skilja, að drápsfýsn hefði skyndilega grip- ið hana, né heldur, að henni fyndist hún skilja við Indland sem heilnæmara land, ef hún fækkaði villidýrum þess um lítið brot pr. milljón íbúa. Nei, nauð- synin, sem rak á eftir henni var sú, að Lína Bimberton hafði far- ið ellefu mílna leið í flugvél með algerískum flugmanni, og talaði ekki um annað seint og snemma. Ekkert minna en tígrisskinn, aflað með eigin hendi, ásamt ríkulegri uppskeru af blaðaljósmyndum, gat jafnað vogarskálamar. Frú Pakkeltid hafði þegar í huganum skipulagt kvöldboðið, sem hún ætlaði að halda í húsi sínu við Curson Street í London, að nafn- inu til í heiðurskyni við Línu Bimberton, með tígrisskinn blas- andi við allra augum, og á allra vörum. Hún hafði einnig í hug- anum gert nælu úr tígriskló, sem hún ætlaði að gefa Línu á næsta afmælisdegi hennar. I heimi, þar sem hungur og ást hafa verið taldar hinar ráðandi hvatir, var frrú Pakkeltid undantekning, gerðir hennar og fyrirætlanir stjórnuðust aðallega af óbeit hennar á Línu Bimberton. Atvikin reyndust hliðholl. Frú Pakkeltid hafði boðið þúsund rúpíur fyrir að fá tækifæri til að skjóta tígrisdýr án allt of mikillar áhæítu eða áreynslu, og svo hagaði til, að nálægt þorp gat státað af að eiga í nágrenni sínu tígrisdýr af sómasamlegu ætterni, er hafði af ellihrumleika orðið að hætta meiri háttar veiði- skap, en varð nú að láta sér nægja að seðja svengd sína á smávaxnari húsdýrategundun- um. Vonin um að vinna þúsund rúpíur hafði góð áhrif á sport- áhuga bæjarbúa. Börn voru látin vera á verði nótt og dag í jaðri frumskógarins utan við þorpið til að reka tígrisdýrið til baka, ef svo ólíklega vildi til, að dýrið fyndi upp á að gera sig líklegt 28 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.