Heimilisritið - 01.01.1957, Síða 41

Heimilisritið - 01.01.1957, Síða 41
Ingram, en hrjúfleiki hans gerði henni það ómögulegt. Mikael skildi ekki sjcdfur, hvað að honum var. Hingað til höfðu reiðir viðskiptavinir aðeins verið rannsóknarefni fyrir hann. En hann hlaut, án þess að vita af því sjálfur, að hafa safnað hjá sér mikilli beiskju, sem nú fékk útrás. „En yður verður auðvitað ekki á að hugsa um, hvað það er fyrir mann að þurfa að fara heim og segja konu og bömum, að hann hafi misst stöðuna, og viti ekki af hverju þau eigi að lifa næsta mánuð," hélt hann áfram, og hann gaf hugmyndafluginu laus- an tauminn og sagði: „Og hver á að borga læknishjálp og spít- alakostnað þegar sá litli kemur í heiminn á næstunni?" Þetta síðasta atriði átti rót sína að rekja til samtals, sem bróðir hans og mágkona áttu saman daginn áður. Hann ætlaði ein- mitt að fara að bæta veiklaðri móður við fjölskylduna, þegar hann sá nokkuð, sem lokaði á honum munninum. Augu ungfrú Skagan vom vot af tárum, og allur hrokinn var horfinn úr svip hennar. „Ó, hr. Ingram, þér eruð kvæntur og eigið böm — það gerir allt miklu verra." „O, já," sagði hann heldur dauflega. „Nú skal ég segja yður nokk- uð," sagði hún allt í einu ákveð- in. „Þér skuluð ekki minnast á þetta við konu yðar. Ég skal gera allt, sem í mínu valdi stendur til að þér fáið stöðuna aftur." „Gerið yður ekkert ómak, ung- frú," sagði hann letjandi. „Skeð er skeð. En nú verð ég að fara." Mikael hörfaði burt í skyndi. „Stúlkan hringdi aftur," hróp- aði mágkona Mikaels, Elín, gegn- um háreysti barmanna, sem voru í járnbrautarleik í kringum hana. I fjölskyldu þessari urðu fullorðn- ir að tala í hærra lagi, ef það átti að yfirgnæfa Villa, Frank og hvolpinn „Voffa". „Hafið ekki svona hátt, krakk- ar!" þrumaði Mikael. „Hvað sagðir þú, Elín?" „Ég sagði, að þú ætti að fara í hreina skyrtu. Hún getur komið á hverri sekándu." Mikael spratt upp eins og stunginn af býflugu. „Drottinn minn dýri! Það má ekki ske!" „Það er þegar skeð," sagði. Elín þurrlega. „Þama er hún." Það var hringt niðri. „Reyndar varst það ekki þú, sem hún ætl- aði að heimsækja, heldur börnin.. Og því átti ég ekki gott með að neita." „Nei, opnaðu ekki strax! Skil- urðu ekki, það eru OKKAR böm. JANÚAR 1957 39

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.