Heimilisritið - 01.01.1957, Side 49

Heimilisritið - 01.01.1957, Side 49
ÖRN KLÓI: ... ÞAÐ hafði einhver sofið hjá henni um nóttina, það sá hún á rúminu, sem var bælt við hlið hennar! Augu Lille leituðu til dyranna. Þær voru örugglega læstar með Union smekklás! Af dyrunum leit hún til gluggans, og ljásbláu augun, er töfrað höfðu þúsundir •leikhúsgesta, uppgötvuðu, ungu leikkonunni til mikillar skelfing- ar, að milli tjaldanna sást í hálf- opinn glugga! — Innbrotsþjófur! — Þarna var lausnin á spurn- ingunni: ,,Hver hvíldi hjá mér í nótt?" Fyrst í stað sat aumingja unga leikkonan uppi f rúminu sínu, rjóð og blygðunarfull og virti fyrir sér hvítan, velskapaðan líkama sinn, sem hann — ókunn- ugi maðurinn, innbrotsþjófurinn, Svartstakkur, hafði horft á og hvílt hjá. Og hugsunum, hverri annarri hneykslanlegri, skaut upp í huga hennar, þar til blóðið fór að ólga í æðum hennar. Kven- legar tilfinningar hennar kröfð- ust uppreisnar, og sú uppreisn yrði aldrei að eilífu fullkomin fyrr en hún hefði hann fyrir framan sig, nakinn og blygðun- arfullan. — Á þann hátt myndi hún gjalda þessum ósvífna Svartstakki í hans eigin mynt! Gremjutár blikuðu í augum meyjarinnar ungu, er hún sveip- aði hárrauða greiðslusloppnum um nakinn líkama sinn, er ný- skeð hafði orðið skotspónn kímni- gáfu einhvers Svartstakks-durgs, sem hældist um, að nakinn kven- maður væri aldrei öruggur fyrir augum karlmannsins! Það voru víst sára-litlar líkur til þess, að hún kæmi fram hefndum á Svartstakk. Hann hafði komið — og farið, eins og vofa, án þess að skilja neitt eftir, sem hægt væri að átta sig á, nema ótætis miðann — og bælt rúmið! Lille hnykkti reiðilega til fallega höfðinu sínu e— og þá féll skær glampi í bláu, tárvotu augun hennar, svo að hún fékk ofbirtu JANÚAR 1957 47

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.