Heimilisritið - 01.01.1957, Síða 54

Heimilisritið - 01.01.1957, Síða 54
ruddaskcrp virðast alls engin tak- mörk sett! Við skulum sjá, hvort ekki verður breyting á því innan skamms. Undir steypibaðið, og það í snarhasti, annars ..." Og til írekari áherslu ógnaði hún honum aítur með byssunni. Ekki vaið það til að bæta skap Lille, að hann var klæddur síðum buxum, er hann skreið upp úr baðkarinu. Hún rak hann undir sturtuna, skipaði honum svo að skrúfa frá kalda vatninu og hypja sig að því búnu úr brók- unum. Svo beið hún eftir því að sjá hann fullan blygðunar og vesældar, er hann ætti að standa nakinn fyrir framan hana. Ekki varð það séð, að jökulkalt vatnið úr steypibaðinu hefði meiri áhrif á hann, en þótt skvett væri vatni á gæs. Hann stakk höfðinu út úr vantsrennslinu og blístraði fjörugt danslag meðan hann los- aði um mittisólina. Það var engu líkara en hann kynni ekki að blygðast sín. Lille var farin að efast um, að hefndaráform henn- ar myndi ná tilætluðum árangri. Hann hafði losað frá sér ólina og smeygt sér úr buxunum. Þrátt fyrir óróleika þann, er gagntók Lille, og þótt kveneðli hennar mælti móti því, hálf-hlakkaði í henni, því að vissulega hlaut hann að blygðast sín, er hann stæði nakinn fyrir framan hana. 52 Loksins fengi hún þá uppreisn alls þess volæðis og vesældar, er hún hafði orðið að líða hans vegna! — Steypiflóð af köldu vatni huldi hann næstum sjónum hennar. „Skrúfið þér fyrir vatnið," mælti hún hörkulega. „En ungfrú," andmælti hann og það var eins og hitabylgja flæddi um ískaldan, hrjáðan líkama hennar, er hún heyrði, hversu vesældarleg rödd hans var. Þrátt fyrir allt virtist hann þó hafa mannlegar tilfinningar. „Yður getur ekki verið þetta alvara. Ég er, ... að ætla mér að standa ..." „Hættið þessu voli og gerið eins og ég skipa, ef þér viljið ekki að verra hljótist af," svaraði hún kuldalega, en röddin var hlakkandi. „Ég sctrbæni yður um að sýna miskunn!" heyrðist aumkvunar- lega gegn um vatnsniðinn. „Ég tel upp að fimm, og ef þér hafið þá ekki hlýtt, verðið þér að taka afleiðingunum," svaraði hún miskunnarlaus. Hún byrjaði að telja. „Einn ... tveir ... þrir .. taldi hún hörkulega. Hún var farin að nötra af kulda. Æ, aðeins ef hann flýtti sér nú! Það var ekki laust við að hún iðraðist þess að hafa nokkru sinni lagt út í þetta æfintýri. Núna, þegar HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.