Heimilisritið - 01.01.1957, Page 57

Heimilisritið - 01.01.1957, Page 57
þeim skein svo óumræðilega mik- il iðrun og blíða, að hjarta henn- or fór ósjálfrátt að slá örara. Allt í einu var eins og Svartstakkur áttaði sig. Hann kastaði frá sér byssunni og stóð upp úr baðkar- inu, nakinn eins og Adam í Para- dís og stæltur sem Appolo. Eng- inn vottur blygðunar var sjáan- legur á andliti hans, er hann gekk yfir gólfið til hennar. Lille hafði hlustað á orð hans sem í djúpri leiðslu, en nú hrökk hún við og saup kveljur af undr- un. Hugur hennar var allur í upp- námi. Hún var alltof hrjáð og þreytt til þess að geta hugsað skýrt. Það var ekki fyrr en hann hafði kropið við hlið hennar og afklætt hana votum fötunum, er límdust föst við fagurskapaðan líkama hennar, að hún reyndi að brjótast um af veikum mætti, og gegn vilja sínum. Hún fann til vellíðunar, er hann vafði hana sterklegum örmum og bar hana eins og hvítvoðung yfir að baðkarinu. Þegar þægilega heitt vatnið umlaukst líkama þeirra, var sem sælustraumur færi um hana alla, og hún hallaði höfðinu að breiðu brjósti Svart- stakks og grét hljóðlega. „Nú skil ég hvers vegna ég af- henti lögreglunni ekki silfur-vesk- ið," hvíslaði hún blíðlega og gældi við eyrnasnepilinn á hon- um „Ég vonaði innra með mér, þótt ég vildi ekki viðurkenna það fyrir sjálfri mér, að eitthvað líkt þessu gerðist. Og nú er ég sæl." „Hjartkæra, litla stúlkan mín," mælti hann hrærður og ham- ingjusamur, og strauk sefandi með hendinni gegnum mjúkt hár hennar, er bylgjaðist ofan á hvítan hálsinn. „Mig langar til þess að segja þér eitt, sem ég vona að þú gleðjist yfir. Eftir að ég uppgötvaði að þú hafði sett hjarta mitt í fjötra, tók ég ákvörð- un um að hætta hinni arðvæn- legu en óheiðarlegu atvinnu minni, þ.e.a.s. að ræna þá ríku til þess að svala æfintýraþrá minni. Allan daginn þar til ég lagði af stað til þín, engillinn minn, var ég að útbúa pakka. 1 þeim var hið stolna þýfi, er ég póstlagði, og nú vona ég, að hinir réttu eigendur hafi fengið sína horfnu muni aftur. Ef til vill er það barnalegt af mér að hugsa svona en ég er samt viss um, að þú ert þau laun, sem guð hefur fært mér fyrir að snúa baki við fyrra líferni." Og bæði voru þau sammála um að svo væri, því að þau vöfðu hvort annað örmum og innsigluðu orð sín og ástir með brennandi kossi, er fékk 'sálir þeirra til þess að sameinast í al- gleymi ástarinnar. ★ JANÚAR 1957 55

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.