Heimilisritið - 01.01.1957, Síða 66

Heimilisritið - 01.01.1957, Síða 66
SPURNINGAR OG SVÖR. (Framhald af 2. kápusíðu). ráðið sé að reyna að ná fullkomnun á einhverrju sviði, helzt að skara töluvert vert fram úr meðalmönnum. Það er eins og aðdáun sú, sem fellur í skaut þeim, sem fram úr skara, verki eins og græð- andi smyrsl á minnimáttarkenndina. Hg hugsa, að reiðiköst þín séu af sömu rót- um runnin, og í því sambandi er hollt fyrir þig að minnast þess, að sá, sem hcfur síðasta orðið sigrar ekki endilega í rökræðum cða rifrildi, heldur sá, scm varðveitir rósemi hugans 02 lætur ekki koma sér ur jafnvægi. Eg tel ekki þörf á því fyrir þig að leita læknis, en þú skalt fyrir alla muni fullkomna þig í fagi þínu og vera stilltur og rólegur, þó á þig sé deilt, og þá muntu fljótlega sjá, að áhyggjur þínar, sem þú miklaðir fyrir þér, cru miklu rninni en þú hélzt, og þær munu fljótiega hverfa. — Rétt- rimn þín er í góðu meðallagi, en frá- gangurinn á bréfinu gæti vcrið töluvert betri. Svar til Lulln: Mér finnst ég geta lesið milli línanna í bréfi þínu, að þú elskir þennan pilt ekki, en þú hefir ver- ið svo lengi mcð honum, vegna þss, að þú hefur ekki getað hugsað þér, að önnur stúlka krækti í hann. Þetta er al- veg rangur hugsanagangur hjá þér, góða mín. Það eina, sem máli skiptir er: clskar þú hann, eða elskarðu hann ekki. Þú skalt reyna að komast að fastri nið- urstöðu um það og haga þér síðan sam- kvæmt því. En í guðanna bænum, láttu (-----------------------------------> Bréfasambönd Birting á nafni aldri og heimilis- fangi kostar 5 kr. Erna Bryndís Sigþórsdóttir (við pilta og stúlkur 16—19 ára, mynd fylgi), Sandi, Kjós. S____________________________________/ hann ekki tæla þig til að giftast' sér, cf þér er það er á móti skapi og láttu þér heldur ekki koma til hugar að flýja undan honum. Sú cða sá, sem einu sinni hefur lagzt á flótta, á örðugt með að stöðva sig, og hætt er við að líf hans eða hennar yrði eilífur flótti. Legðu málið hrcint niður fyrir þér, taktu á- kvörðun og breyttu samkvæmt henni. Svar til Gretn: Þú skalt skrifa til ís- lcnzku blaðanna í Kanada. Þau heita Lögberg og Heimskringla, hcimilisfano þeirra cr: Winnipeg, Canada. — Það er búið að draga í þcssari getraun og úrslitin voru birt nýlega í blöðunum. Ef bér liggur eitthvað á hjarta og þú þarft að ráðfœra þig við vin þinn um áhyggjur þínar eða eitthvað slíkt, akaltu akrifa mér og ég mun reyna að leysa úr vandanum eftir megni, endur- gjaldslauat. — Utanáskriftin er: Heimilisritið (..Spurningar og svör“) Veghúsastíg 7, Rvík. Vera HEIMILISRITIÐ kemur út mánaðarlega. — Útgáfa og afgreiðsla: Helgafell, Veghúsastíg 7, Reykjavík, sími 6837. — Ritstjóri: Ólafur Hannesson, Rauðarár- stíg 7, Reykjavík. — Prentsmiðja: Víkingsprent, Hverfisgötu 78, sími 2864. — Verð hvers heftis er 10 krónur. 64 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.