Heimilisritið - 01.06.1957, Blaðsíða 41

Heimilisritið - 01.06.1957, Blaðsíða 41
stríðið. Það var því líkast sem þeir hefðu komið sér saman um það. að sneiða hjá öllum óþægi- legum umræðuefnum. Seinna um kvöldið drukku menn svo ,.skál foringjans11, und- ir forystu aldraðs liðsforingja og allmargir tóku út úr glösum sín- um og grýttu þeim svo í vegg- inn. Þjónarnir kou inn, hreins- uðu öll glerbrotin af gólfinu og svo hélt dansinn áfram. „Herra ofursti, leyfist mér að dansa einn dans við ungfrúna?“ Ungur liðsforingi sló saman hæl- um og horfði spyrjandi augum á Schacter, sem brosti glettnis- lega og svaraði: — „Fraulein Kohler verður sjálf að skera úr því.“ Eva varð þess brátt vör, að liðsforinginn var talsvert drukk- inn. — „Ég get hreint ekki skil- ið það, að þetta skuli vera sá sami Schacter ofursti og sá, er stjórnaði innrás okkar í Pól- andi,“ sagði hann, er þau höfðu dansað litla stund og Eva bað um nánari skýringu. „Andlitið hefur breyzt — það er alveg óþekkj- anlegt.“ Ungi maðurinn átti erf- itt með að tala skýrt og hann brosti aulalega: — „Þér hefðuð átt að sjá hann, Fraulein, þegar við réðumst inn í sveitaþorp, sem hét . . . nú jæja, nafninu er ég auðvitað búinn að gleyma. Ég gleymi öllu. Nei, einu gleymi ég þó ekki: Þegar hann kallaði okk- ur liðsforingjana saman, áður en við gerðum síðustu leiftursókn- ina. Ég gleymi aldrei svipnum á andliti hans. . . . „Foringinn hef- ur sagt, að þetta land skuli skaf- ið út af landabréfinu,“ sagði hann. — „Þið vitið hvað það merkir. Skafið út, þ. e. afmáð. þ. e. jafnað við jörðu. . . .“ Ungi liðsforinginn hló, en það Var ekki neinn eðlilegur hlátur. Eva fann aftur til hins nístandi kulda og það fór hrollur um hana alla. — „Ég held nú samt að hann sé ekki svo harðbrjósta sem menn halda,“ sagði hún og furðaði sig á því, að hún skyldi vera að taka málstað hans. „Harðbrjósta?11 endurtók liðs- foringinn og hækkaði róminn. — „Hann hefur ekki einu sinni svo stórt hjarta, að það gæti legið á nöglinni á litlafingri mínum.“ Um leið og hann sagði þetta, rétti hann fram aðra hendina og Eva rak upp lágt undrunar- og hræðsluóp, sem drukknaði í hin- um háværa veizluglaum: — Miaðurinn hafði engan litlafing- ur. — AÐ DANSINUM loknum gekk hún aftur yfir til Schacter of- ursta, sem stóð dálítið afsíðis og var að tala við annan liðsfor- HEIJIILISRITIÐ 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.