Heimilisritið - 01.06.1957, Blaðsíða 55

Heimilisritið - 01.06.1957, Blaðsíða 55
og gáfu myndinni fjarrænan skuggablæ af óraunveruleika, eins og þau áhrif, sem draumur venjulega skilur eftir í vitund- inni. En þessi mynd var eins lifandi og mynd getur verið, það ljómaði í skærum, glöðum lit- um. . . . Hver var annars þessi Jean Troyon? Mikið vissu enn ekki um hann. Reyndar hafði nafn hans á síðustu árum oft sést í sambandi við útlendar sýningar. Menn vissu líka, að þrátt fyrir þetta útlenda nafn, var hann danskur, og að þetta var fyrsta myndin, sem hann hafði átt á danskri sýningu. Það var „Félag danskra listmálara erlendis,“ sem hafði fengið hann til að senda myndina heim. En fram yfir þetta visu menn ekki neitt. „Það er máske ekki hans rétta nafn!“ sagði ung stúlka, sem lengi hafði staðið frammi fyrir myndinni. Enginn svaraði henni. Ekki heldur hái, hæruskotni maður- inn, sem stóð rétt fyrir aftan hana. Hann var þó sá eini, sem gat gat svarað. Því hann var . . . Jean Troyon. . . . En unga stúlkan hafði rétt fyrir sér. Þetta var ekki hans rétta nafn. Jean Thorsen hét hann, þegar hann reyndi fyrir tíu árum að vinna fyrir daglegu brauði með því að selja myndir sínar í litla, jótska bænum, þar sem hann hafði alizt upp. Hann vissi ekki, hversvegna hann hafði nú farið heim til Danmerkur. — Enginn vissi, að hann var hér. Enginn átti held- ur að vita það. Einn dag ætlaði hann að dvelja hér. Máske tvo. Og svo — ja, svo færi hann sennilega til Frakklands. Það var annar staður, sem hann hefði heldur kosið að heimsækja. — Hafði hann vonað, að hann myndi fá hugrekki til þess, þeg- ar hann væri einu sinni kominn á danska jörð? Máske . . . En nú vissi hann, að hann myndi ekki gera það. Hann var hræddur við að mæta fortíðinni — og máske óttaðist hann enn meir, hvað ske myndi, ef hann reyndi að tengja aftur brostin bönd. . . . Tíu ár voru langur tími. Sama síðdag komu nokkur börn á sýninguna. Listhneigður kennari hafði komið með nem- endur sína. Góð hugmynd — hugsaði Jens Thorsen, meðan hann horfði á börnin og heyrði þau láta í ljós hrifningu sína — eða andúð. Börnin voru 9—10 ára gömul, máske fullung til að njóta svona sýningar, en samt leit Jens með samúð á unga kennarann. Allt í einu hrökk Jens Thorsen HEIMILISRITIÐ 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.