Heimilisritið - 01.06.1957, Blaðsíða 45

Heimilisritið - 01.06.1957, Blaðsíða 45
stigu út úr bifreiðinni. Þeir gengu hægt eftir götunni, í átt- ina frá henni en sneru brátt við og komu til hennar. „Guði sé lof að þið eruð enn- þá lifandi sagði hún glöð og þrýsti hendur þeirra. Michael gat ekki leynt óró- leika sínum: — „Það er búið að handtaka Hugo,“ sagði hann og bar ört á. — „Ég hringdi til hans, en það svaraði enginn, enda þótt hann ætti að vera heima klukkan ellefu. Það hlýt- ur að vera hann, sem á einn eða annan hátt hefur komið upp um þig. Ég býst ekki við því að hann hafi sagt neitt, en þeir hafa kannske séð nafnið þitt á ein- hverjum blöðum hjá honum. — Segðu okkur nú allt, sem fyrir þig hefur komið, en vertu fljót að því.“ Eva sagði þeim frá því sem komið hafði fyrir í veizlunni, fyrr um kvöldið. En þegar hún skýrði frá loforði Schacters og klukkustundunum sex, greip Michael framm í fyrir henni: — „Ekki trúi ég því, að Schachter, annar eins blóðhundur, taki nokkurt tillit til augnabliks ást- ar,“ sagði hann hörkulega. „Hvað eigum við að gera?“ spurði Eva. „Ég bað Tuttuguogsjö, bílstjór- ann, að aka áleiðis til borgar- innar og hafa augun vel opin. Verði hann ekki var við neitt grunsamlegt, kemur hann aftur mjög fljótlega. Við skulum bara leggja af stað út úr borginni. Eva, þú ferð fyrst. Eftir þrjátíu sekúndur leggur svo Róbert af stað og loks ég eftir aðrar þrjá- tíu sekúndur. Ef þið verðið vör við eitthvað varhugavert, þá flýtið ykkur í felur. Hafið þið skilið mig?“ Eva lagði af stað, en mennirn- ir tveir biðu enn um stund. Næstur fór Róbert og svo að hálfri mínútu liðinni, labbaði Michael í humátt á eftir þeim. Þau höfðu varla gengið meira en 200 metra, þegar Tuttuguog- sjö kom akandi á móti þeim og tók þau upp í bifreiðina, eitt af öðru. „Hefurðu nóg bensín upp að „kofanum“? spurði Michael, er þau voru öll komin inn í bílinn. „Ég hef svo mikið bensín,“ svaraði bifreiðarstjórinn glott- andi, — „að ég gæti ekið tvisvar sinnurn yfir þvert og endilangt Sjáland. „Ágætt, láttu kassann þá fara eins hratt og hann mögulega get- ur,“ sagði Michael. „Verðum við stönzuð, þá erum við að fara í heimsókn til eins kunningja okk- ar, Erik Jensens, sem á heima í Smallegade, Helsingör.“ HEIMILISRITIÐ 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.