Heimilisritið - 01.07.1957, Síða 5

Heimilisritið - 01.07.1957, Síða 5
una vantaði hesthús, og slíkt get- ur maður aðeins haft á sveita- bæ. Þess vegna keypti ég bú- garðinn.“ Auðvitað á fjölskyldan líka hund, skozkan rottuhund, sem heitir Prinsessa. Við munum sennilega bezt eft- ir Bob Hope frá hinni vinsælu myndaseríu „Æfintýr í . . þar sem hann ásamt félaga sínum Bing Crosby fór með okkur í ferðalag um alla jörðina, eitt land fyrir hverja kvikmynd. — „Bleikandlit“ og „Sonur Bleik- andlits11, eru einnig meðal skemmtilegustu mynda Bob Hope. En óskin um að leika skap- gerðarhlutverk leynist með sér- hverjum gamanleikara. Flestir fá það aldrei, því fólk ætlast til, að þeir haldi áfram að vera gam- ansamir á sinn sérstaka hátt. Það er afar erfitt fyrir gaman- leikara að fara inn á nýja braut. En Bob hefur þó stigið fyrsta skrefið með myndinni „The seven little Foys“, (Adam átti syni sjö), þar sem hann leikur karakterhlutverkið Eddie Foys, frægan söngvara og dansara, sem aðeins dreymir um að fá að lifa í friði og án ábyrgðar. En forlögin vilja haga því öðruvísi. Fögur ballerína kemur 1 veg fyr- ir þessar eigingjörnu fyrirætl- anir, og sjö litlir „foys“ hafa söngvarann á valdi sínu, það sem eftir er ævinnar. Börnin fjögur eru oft viðstödd myndatökur hjá Bob, og þau ku vera vægðarlausustu gagnrýn- endur hans. Hann er giaður, þeg- ar börnum finnst hann skemmti- legur, en það finnst þeim alls ekki alltaf. „Það er ekki erfitt að telja þeim trú um, að ég sé í raun og veru faðir þeirra, en stundum skilja þau alls ekki, að ég skyldi verða gamanleikari,“ segir Bob. * HEIMILISRITIÐ 3

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.