Heimilisritið - 01.07.1957, Side 8

Heimilisritið - 01.07.1957, Side 8
„Við eru reiðubúnir til að hjálpa þér. Slíttu ekki samband- ið,“ hljóðaði svarið. „Við send- um neyðarkall þitt samstundis til Knights ríkisstjóra.“ ÞEGAR ríkisstjórinn kom til flugstöðvarinnar, hrökk hann í kút. Frá fjórum sjónvarpstækj- um starði mannsandlit á hann. Maðurinn lyfti vísifingri aðvar- andi gegn honum og sagði: — „Hvar sem þér eruð, Knight rík- isstjóri, þá hugsið um það, að þetta varðar líf eða dauða. Frest- ið aftökunni á stúdentinum Ab- bot, þó ekki sé nema eina klukkustund. Heyrið bæn vora. Davis lögfræðingur fullyrðir, að hann sé nú reiðubúinn að sanna, að skekkja sé í ákæruskjalinu og þess vegna sé möguleiki til þess að fá málið tekið fyrir að nýju við hæstarétt. Ríkisstjórinn leit á armbands- úr sitt. Klukkuna vantaði ennþá 10 mínútur í tíu. Hann þaut á stundinni í símann og bað um hraðsamtal við St-Quentin. Þeg- ar hann fékk samband nokkrum sekúndum síðar, skipaði hann svo fyrir, að aftökunni skyldi frestað um eina klukkustund. Á meðan allt þetta skeði, flýtti Davis lögfræðingur sér allt hvað af tók til hæstaréttar Kaliforníu, þar sem hann barðist fyrir lífi hins unga skjólstæðings síns, en án árangurs. Eftir eina klukku- stund lá úrskurðurinn fyrir. — Beiðninni um endurupptöku málsins var neitað. KLUKKAN var nú 10.40. Eftir aðeins tuttugu mínútur átti af- takan að fara fram. Það var þó enn möguleiki á að endurnýja beiðnina um endurupptöku málsins, en til þess þurfti tíma. Minnst fjórar klukkustundir. Með skjálfandi höndum teygði lögfræðingurinn sig eftir síman- um. — „Gefið mér samband við flugvélamóðurskipið Hancock, hvar sem það er statt, en fljótt," næstum hrópaði hann inn í trektina. „Þér fáið samband eftir augna- blik,“ svaraði símastúlkan, og lögfræðingurinn dró andann léttara. En nú skeði það ótrú- lega, sem enginn hefur síðan get- að gefið skýringu á. Stúlkan kom í símann og tilkynnti, að línan til Hancock væri upptekin. „Þér verðið að rjúfa það sam- tal, ungfrú, Það er mjög áríð- andi. Eftir 10 mínútur mun ung- ur maður, sem á konu og barn, láta lífið í St-Quentin, ef mér tekst ekki að ná sambandi við ríkisstjórann, sem er um borð í flugvélamóðurskipinu.“ „Það er ekki hægt,“ hljóðaði 6 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.