Heimilisritið - 01.07.1957, Síða 9

Heimilisritið - 01.07.1957, Síða 9
svar símastúlkunnar. Línan er stöðugt upptekin.“ Eftir á hefur ríkisstjórinn, símafyrirtækið, flotinn og fylk- isstjórnin fullyrt ákveðið, að tvær línur hafi stöðugt verið til reiðu fyrir ríkisstjórann og hafi hvorug þeirra verið upptekin á þessum tíma. Hægt en óstöðvandi hreyfðust úrvísarnir áfram. 10.54 . . . 10.55 . . . 10.53 . . . 10.57 . . . 10.58 . . . 10.59. Og stöðugt hrópaði hinn örvæntingarfulli lögfræðingur: „í guðanna bænum, látið mig hafa samband,“ og í hvert sinn hljóðaði svarið: „Því miður, lín- an er upptekin.“ KLUKKAN 11.10 var Abbot færður inn í hinn áttstrenda gas- klefa, sem var lýstur upp með dökkgrænu ljósi. Hann var fest- ur við stólinn og um brjóst hans var látin gúmmíslanga, sem hafði það hlutverk að fylgjast með hjartslætti hans. 11.12. Hurðinni að gasklefan- um er lokað og vitnin 12 við af- tökuna komu sér fyrir 1 stólum sínum. 11.13. Abbot kinkar kolli, böð- ullinn fleygir eiturskömmtunum í kassa undir stól hins dauða- dæmda og eiturgufurnar byrja að stíga upp. 11.14. Línan er auð og síma- stúlkan gefur lögfræðingnum samband við ríkisstjórann. 11.15. Knight ríkisstjóri hring- ir til St-Quentin-fangelsisins í þeim tilgangi að láta fresta af- tökunni. Fangelsisstjórinn svar- ar í símann og vitnin hlusta spennt á samtalið. „Er það of seint?“ heyra þau ríkisstjórann spyrja með angist 1 röddinni. Fangelsisstjórinn lít- ur augnablik á gasklefann og svarar: „Já, það er—of seint...“ * Vel sloppið Tveir innbrotsþjófar komu sér saman um að brjótast inn í bús. Annar átti að fara inn, hinn að standa á verði fyrir utan. Þeir gera þetta, og eftir drykklanga stund sér sá, sem úti beið, félaga sinn korna til baka, heldur framlágan. „Náðirðu í nokkuð?“ spurði hann. Hinn hristi höfuðið dapurlega. „Nei, bölvuð blókin, sem býr hérna, er lögfræðingur." „Mikið helvítis ólán,“ sagði hann. „Tapaðirðu nokki-u?“ HEIMILISRITIÐ 7

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.