Heimilisritið - 01.07.1957, Page 15

Heimilisritið - 01.07.1957, Page 15
höfðu tekið dagblaðshugmynd Steve sér til fyrirmyndar. Að lokum voru ekki aðrir eftir en Bedford ritstjóri og frú. Þegar þau komu voru öll dagblöð þrotin, en ritstjórinn notaði stráhatt í staðinn og fékk sér sæti. —o— Þetta varð ánægjulegt sam- kvæmi. Þegar leið á kvöldið og stemningin fór að stíga, gátu þjónarnir farið að safna saman dagblöðunum og bera þau inn, ásamt sumarhatti Bedford rit- stjóra. Steve hélt stutt ávarp um andlega og líkamlega þrosk- andi áhrif nektar-dýrkunar og hið heilbrigða og óspilta aftur- hvarf til mannlegrar nektar, en fordæmi harðlega sérhverja óverðskulduga árás á sanna nektar-dýrkendur. Hann stakk upp á að skálað yrði íyrir kven- fólkinu. Það veigraði enginn sér við að standa á fætur, og þegar maður tekur tillit til þess, hve garð- borð Witherbys ofursta voru lág, verður ekki annað sagt en mönn- um hafi miðað vel þetta fyrsta kvöld. Það skeðu engin óhöpp í þessu samkvæmi úti í náttúrunni, þó svo að boðsgestir yrðu nokk- uð háværir, þegar á kvöldið leið. HEIMILISRITIÐ Einasta óþægilega atvikinu olli 80 ára faðir ofurstans, sem sakir gigtar og annara óáranar hafði legið rúmfastur mánuðum sam- an. Hann reis úr rekkju til þess að opna gluggann með þeim árangri, að hann kom auga á lyfsaladótturina meðal marglitra luktanna í garðinum. Skömmu seinna kom hann skjögrandi út í náttkjólnum einum saman, en var gripinn og farið með hann aftur upp í herbergið sitt. Iíann róaðist eftir nokkrar sprautur. Kráareigandinn ]Mac Pee, sem hafði lánað ofurstanum þjóna sína, kom þeirri umbót á um nóttina, -að á þá voru látnar svartar slaufur. Svo var mál með vexti, að þeir voru naktir rétt eins og gestirnir og á daginn kom, að það olli stöðugum mis- skilningi. Eftir þetta náði nektar-dýrk- unin útbreiðslu í Sunshine City. Sólarolíusalan gekk með afbrigð- um vel og Steve græddi dágóðan skilding. I hverjum garði bæjar- isn var þessi nýi siður stundaður, en ungfrú Gutteridge, sem hélt því fram, að þetta væri djöflin- um til dýrðar, lokaði kvenna- skólanum sínum og yfirgaf bæ- inn. Kráareigandinn Mac Phee græddi aftur á móti á tá og fingri. Fólk kom langar leiðir til þess að sjá striplinga-dýrkun- 13

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.