Heimilisritið - 01.07.1957, Side 18

Heimilisritið - 01.07.1957, Side 18
ingar og þrælahald heyrir fortíð- inni til. En hver sem litið hefur á skýrslur Efnahags- og félags- málanefndar S. Þ., veit að það er ekki allskostar rétt. I Jemen og Saudi Arabíu er þrælahald mikill og blómlegur atvinnu- vegur. Það er kallað „Íbenholt- márkaður‘f, leynileg viðskipti, þar sem þúsundir umkomulauss fólk er selt á hverju ári. Verðið er frá 570 til 1150 dollarar fyrir karlmenn. Kvenfólk er venju- lega dýrara. Þegar ég kom fyrst til Lib- anon, hafði ég ekki heyrt neitt um nútímaþrælahald. Ég hafði verið með fimmta hernum á Ítalíu og farið í skóla eftir stríð- ið. Um tíma fékkst ég við hitt og þetta, uns ég frétti hjá kunn- ingja mínum um starf í Líbanon. Þar er amerískur háskóli, í Beir- ut og þar vantaði aðstoðarmann í efnarannsóknarstofu. Ég hafði óljósa hugmynd um, hvar Líbanon væri, en mér leist vel á að reyna þetta. Eg sótti um starfið og fékk það. Viku seinna var ég á skipi á leið til Port Said. Ég dvaldi þrjá daga í Egypta- landi, þar til næsta skip sigldi til Beirut, Miðjarðarhafs-ryð- kláfur, og hann flutti mig eftir miklar stunur til Beirut. Starfið í efnarannsóknarstof- unni var auðvelt og ég hafði mikinn frítíma. Allt fólk er hér múhameðstrúar og þar af leið- andi á móti áfengi. Ekki svo að skilja, að ekki séu krár, en þær verða að greiða lögreglunni stórar mútur. Þetta eru fremur sukksamir staðir, en það gerir þá skemmtilegri. Síðdegis hafnaði ég venjulega í einhverri þeirra, sat við horn- borð og dreypti á arak. Kunningjar mínir í háskólan- um reyndu að i'á mig ofan af þessu, en ég hef alltaf getað séð um mig sjálfur. Ég hafði þegar lent í nokkrum slagsmál- um og komist að því, að vel útilátið hægrihandar „húkk“ nægir í flestum tilfellum. Það var laugardagskvöld og ég var staddur í krá, sem nefnist Fat- imu-bar. Fatíma sat við kassann og bölvaði veitingarþjónunum meira en venjulega og þurrkaði svitann úr fellingunum á feitum hálsinum á sér. I tvo daga hafði heitur vindur blásið af eyðimörkinni. Þarna var eins og inni í bakaraofni. Ég drakk arak svalan vökva, töluvert sterkan. Ég teygði fæt- urnar framundan mér, og ég var rétt að byrja að gleyma hitanum, þegar feitur Arabi hnaut um skóna mína. Það var 16 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.