Heimilisritið - 01.07.1957, Side 20

Heimilisritið - 01.07.1957, Side 20
út eins og hann hefði lent í slagsmálum, föt hans voru rifin og það voru ljótar skrámur á liandleggjum hans og bringu. Grænn vefjarhötturinn var úti í öðrum vanganum. Eg varð að kingja nokkrum sinnum áður en ég gat sagt nokkur orð á Arabisku. „Hvar er ég? . . Hvað hefur komið fyrir?“ Hann leit gætilega í kringum sig, áður en hann svaraði. „Við erum nálægt einhverjum bæ í Bisridalnum. Ég held þáð sé Muad Ajdal. En hvað gerst liefur —“ hann þagnaði og ég sá reiðisvip koma á andlit hans — „við höfum verið teknir af þrælakaupmönnum! Það er úti uni okkur.“ Maðurinn hét Avvad. Hann hafði verið á heimleið úr píla- grímsför tii Mekka. Margt af fólki hans hafði aldrei kom- ið aftur úr pílagrímsför til Mekka og margar voru sög- urnar, sem sagðar voru um þrælasmalana, sem réðust á um- komulausa pílagríma. Hann hafði hæðst af hættunum og lagt af stað, og hann og félagar hans voru vel vopnaðir og hefðu verið öryggir, ef lestarforinginn liefði ekki svilcið þá. Lestarfor- inginn liafði hleypt þrælasölum inn í tjaldbúðina og pílagrím- arnir höfðu allir verið handtekn- ir, þar sem þeir sv'áfu, síðan voru þeir fluttir á þennan óþrifa- lega stað. Ég hafði heyrt ýmsar sögur um þrælasölu í Beirut, en raun- ar aldrei lagt trúnað á þær. Þær voru of líkar „túrista“ sögum, stórlygasögum, sem innfæddir skemmta með auðtrúa ferða- mönnum. Nú vissi ég, að þær voru sannar, en sú vitneskja kom of seint til að verða mér að gagni. Ég var einungis óbreyttur þræll. Það glamraði í hlekkjum við dyrnar, og ég lieyrði þungum slagbrandi slegið frá. Þegar dyrnar opnuðust, skein skær sól- skinið inn, Ég skýldi augunum með handleggjunum, en sá móta fyrir manni í dyrunum. Hann var klæddur skrítnu samblandni af evrópskum og arabiskum búningi. Ég staulað- ist í átt til lians, rnjög í mun að komast út. „Hér hefur orðið mikill mis- skilningur — ég er Bandaríkja- maður. Þegar háskólinn kemst að því, að ég er horfinn, verða gerðar ráðstafanir. Þér ættuð að —“ Orð mín dóu í miðri setningu. Maðurinn í dyrunum brosti og sneri sér til hálfs, svo sólin skein framan í liann. Það var maður- 18 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.