Heimilisritið - 01.07.1957, Page 29

Heimilisritið - 01.07.1957, Page 29
kosin vinnandi þessarar viku, frú Nilson, til hamingju!“ Svo fór hann að tala um undirbún- ing komu minnar til New York. Þegar hann loks gerði málhvíld, leit ég á Ed og hélt á símtólinu í máttlausri hendi. „Þú vannst?“ spurði hann. Ég kinkaði kolli. „Ó, Ed — hann vill fá að vita, með hvaða lest við förum á morgun, svo hann geti tekið á móti okkur.“ „Jæja þá,“ stundi Ed, eins og hann gæti ekki streitst lengur á móti. „Farðu, Carol. En ég fer ekki með þér.“ Hann sneri sér undan. „Ég vona þú skemmtir þér vel.“ „Ed -“ Hann gekk inn í hitt herberg- ið og ég lyfti símtólinu. „Það fer lest um áttaleytið,“ sagði ég. Ed ók mér til stöðvarinnar í vörubílnum næsta morgun. — Hann var þögull, og allt var öðruvísi en það átti að vera okk- ar 1 milli. Við kvöddumst ekki með kossi. Það var ekki langt til New York, en mér fannst það enda- laust, og stöðugt var sem tvennt togaðist á um mig: eftirvænting- in eftir að komast þangað og löngunin til að vera hjá Ed. En hjartað í mér sló ört af tilhlökk- un, er ég gekk út á stöðina. En Ed var þó enn í huga mér og ég óskaði meir en nokkru sinni áð- ur, að hann væri með mér. Dirk Hanley og Lára nokkur Hamilton, frá auglýsingastof- unni tóku á móti mér. Þau voru bæði hissa á því, að eiginmaður minn skyldi ekki vera með mér. „Hann — hann komst ekki að heiman,“ sagði ég aðeins. „Það hryggir mig að heyra,“ sagði Hanley. „Ég hef undirbúið allt fyrir ykkur bæði, svo þið gætuð skemmt ykkur saman yf- ir helgina. En nú skulum við koma yður fyrir á hótelinu, frú Nilson.“ Lára Hamilton kom upp í íbúð- ina til að fullvissa sig um, að vel færi um mig. En ég hafði varla tíma til að dást að þessu öllu, áður en ég var kölluð nið- ur, þar sem Hanley beið með bíl. Við ókum til fegrunarstofunnar, þar sem ég átti að hitta Max Garber. Þetta var afar glæsilegur stað- ur í hvívetna. Myndir í umgjörð- um af fegurðardísunum, sem Garber hafði gert frægar, þöktu veggina. Garber sló mér gullhamra með því að segja, að ég væri þegar svo aðlaðandi, að hann þyrfti ekki annað að gera en lagfæra nokkra smámuni. En áður en hann og aðstoðarfólk hans lauk við að mæla mig og mynda hátt HEIMILISRITIÐ 27

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.