Heimilisritið - 01.07.1957, Side 32

Heimilisritið - 01.07.1957, Side 32
með yður, en ég er viss um, að þér eigið vini í borginni.“ Hann rétti mér umslag. „Þetta eru leikhúsmiðar og aðgöngumiðar að næturklúbbum. Afhendið þá bara. Allt er greitt. Ég vona þér skemmtið yður.“ „Ég þakka,“ sagði ég, en um leið minntist ég annarra orða: — Ég vona þú skemmtir þér vel. — Þessi orð hafði Ed sagt. Og þarna var ég og gat ekki svo mikið sem látizt hafa ánægju af þessu. ÉG VAR komin til hótelsins eftir tíu mínútur og lokaði íbúð- ardyrunum á eftir mér, og ég vissi, að ég myndi ekkert geta skemmt mér, nema Ed tæki þátt í því með mér, hvorki þessa helgi né endranær. Þess vegna tók ég saman far- angur minn og fór með kvöld- lestinni heim. Ed átti ekki von á mér, en gleðin í rödd hans, þegar ég hringdi til hans af stöð- inni, var meira virði en öll verð- laun í heimi. Og hann hefur hlot- ið að setja hraðamet, er hann sótti mig. Hann stökk niður úr vörubílnum, og við kysstumst, áður en við sögðum nokkuð. Svo reyndum við að segja hvort öðru allt samtímis. En það var ekki fyrr en seinna, sem hann sagði mér, að hann hefði horft á mig í sjónvarpinu. „Þú varst sannarlega ágæt,“ sagði hann. „Fólk var stöðugt að hringja til mín og tala um, hversu ljómandi þú værir.“ — Hann tók utan um mig. „Ekki svo að skilja, að neinn þyrfti að segja mér, að þú værir falleg,“ bætti hann við. „Ó, elskan,“ sagði ég ánægð, „ég ætla að vera eins falleg og ég get héðan í frá, bara fyrir þig. En, Ed, ég sé svo eftir þessu bréfi. — Ég hefði aldrei átt að skrifa annað eins!“ „Ég sé ekki eftir því, Carol,“ sagði Ed alvarlega. „Ég — ég skildi ekki, hve erfitt hefur ver- ið fyrir þig að lifa hérna í sveit- inni, fyrr en ég sá þig í sjónvarp- inu og hlustaði á þig í morgun.“ „Það var ekki sveitalífinu að kenna,“ sagði ég. „Það var ekk- ert nema mín eigin sjálfsmeð- aumkun. Ég kenndi alltaf svo mikið í brjósti um sjálfa mig, að ég sá ekki neitt gott í neinu eða neinum. En.héðan í frá ætla ég að verða öðruvísi.“ „Ég ætla líka að verða öðru- vísi,“ sagði Ed. „Ég er ekki sér- lega hreykinn af því, hvernig ég hef hegðað mér, hvernig ég hef reynt að útiloka umheiminn, jafnvel spottazt að sjónvarps- tækinu þínu. Ég hef ekki gert 30 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.