Heimilisritið - 01.07.1957, Page 42

Heimilisritið - 01.07.1957, Page 42
að þeir tækju á sig langar ferðir til þess að setjast upp á heimili hennar, skyndilega og óboðnir. Hann hefði getað talið slíka heimsókn hreina ósvífni, og sagt svo, og vísað hinum gestkom- andi Frakka til dyra. En það var öðru nær. I stað þess fékk gesturinn svefnher- bergi, sem hann flutti farangur sinn í, og bjó um sig til nokkurra vikna dvalar. Ivvöld eitt í marz var sam- kvæmi í vínbarnum í Bláa akkerinu. Það var mikill gleð- skapur, og það var enginn hörg- ull á drykkjarföngum. Jones, glaðlyndur og alúðlegur, slóst í hópinn. Hann gerði sér í sann- leika sagt verulegan dagamun. Og það svo um munaði, því að fyrir morgunverð næsta morgun fannst honum hann þurfa af- réttara áður en hann snéri sér að vandamálum dagsins. Hann fékk sér einn lítinn, og innan skamms lá hann dauðvona í kvölum. Honum hafði verið gef- ið stryknine. Ivrufning sannaði það líka íljótlega, og bæjarlögreglan lét ekki standa á sér, að hefja rann- sókn málsins. Ekki stóð heldur á Eleet Street. Innan einnar eða tveggja klukkustunda var hinn venjnlegi hópur glæpafregnrit- ara stóru blaðanna búinn að gera innrás í Byfleet, reiðubúinn til þess að grafa upp hvert smá- atriði af því, sem átti bersýni- lega eftir að verða æsandi morð- mál. Eg var þar á meðal. Og þótt ég væri fljótur af stað, fann ég þegar ég lcom til Byfleet og ætlaði að gera það einfaldasta, að leigja herbergi í sjálfu Bláa akkerinu, að leikið hafði verið heldur betur á mig. Slyngur fregnritari eins af andstöðublöð- unum hafði leigt öll laus her- bergi í gistihúsinu fyrir sig og Ijósmyndara sinn — aðeins klukkustund áður en ég kom þangað. Það var gert í þeim tilgangi að færa blaði hans gífurlega yfirburði yfir hin blöðin. Hann hafði gistihúsið alveg út af fyrir — og lögreglan gat ekki með góðu móti vísað honum út. Þannig gat hann haft gætur á leynilögreglumönnunum, fylgzt með þeim konm og fara, náð í einrúmi í viðtöl við og ljós- myndir af starfsfólkinu, og haft tal af ekkjunni, frú Jones, og hvern einn, sem bjó í húsinu. Það er að segja utan Jean Vaquier, litla, snögga, svart- skeggjaða Frakkann. Af einhverjum ástæðum hafði hann flutt úr herbergi sínu í Bláa akkerinu og leigt sér her- 40 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.