Heimilisritið - 01.07.1957, Síða 44
„Blöð ykkar eru fjársterk?“
spurði hann.
„Nú?“ spurði ég.
„Hérna er æfisaga mín,“ hélt
hann áfram og augun leiftruðu.
Hann þagnaði og leit til mín
spyrjandi, en ég benti honum
að halda áfram.
„Það er góð æfisaga — blöð-
in ykkar taka henm," hélt hann
áfram. „Þið fáið hana, ef þið
getið fengið blöð ykkar til þess
að borga mér það sem ég set
upp, og líka . . . . “
Ilann hætti þarna og leit í
kring um sig, en enginn var svo
nærri, að hann heyrði til okkar,
sem var bersýnilega það, sem
hann ætlaði að fullvissa sig um.
„Og líka?“ endurtók ég eftir
honum, því að nú brá fvrir sér-
kennilegum og áður óþekktum
glampa í augum hans, sem benti
til þess að það sem á eftir kæmi
væri hin raunverulega orsök
þess, að hann leitaði á náðir
okkar.
„Hjálpa mér að komast héð-
an,“ sagði liann. „Bara það —
hjálpa mér að komast héðan.“
Og enn finnst mér ég hafa fundið
til örlítils hryllings, eða kannski
var það aðeins svolítil axlayppt-
ing. „Heim til Frakklands aftur,
heim til fósturjarðarinnar.“
„Það verður aldrei hægt,“
sagði ég honum. „Leynilögreglu-
mennirnir mundu strax komast
á snoðir um, ef þú færir til
stöðvarinnar. Og líka mundu
járnbrautastarfsmennirnir kann-
ast við þig, ef þú sæist þar, og
mundu kalla á lögregluna og
stöðva lestina, þar til hún sækti
þig. Og það mundi fara á sömu
leið ef þú mundir fá þér bíl.
Leynilögreglumennirnir mundu
strax fá að vita af fyrsta skrefi
þínu. Þér hlýtur að vera þetta
ljóst ?“
Vaquier brosti og renndi
grönnum fingrunum í gegnum
svart skeggið. „Já, auðvitað,
ðlonsieur Firmin,“ svaraði hann.
„Það er bara ekki leiðin, sem
ég hel'i hugsað mér. Eg, Jean
Vaquier, liefi þaulhugsað þetta
út í æsar. Svona á það að vera.“
Hann lýsti fyrir okkur áætlun,
sem hann hlaut að hafa undir-
búið lengi, og hann áliti nú
fullkonma og framkvæmanlega.
Hún var þannig, að á til-
teknum tíma færi hann með öðr-
um hvorum okkar eða einn síns
liðs í gönguferð út fyrir bæinn.
Hinn átti að vera nálægur með
bifreið. Vaquier mundi ganga
rólega þar til hann sæi, að veg-
urinn væri auður. Þegar hið
rétta augnablik rynni upp,
mundi hann gefa merki með
því að beygja sig niður og hnýta
skóþvengipn. Þá átti bifreiðar-
42
HEIMILISRITIÐ