Heimilisritið - 01.07.1957, Page 60

Heimilisritið - 01.07.1957, Page 60
Ég reif upp hurðina. „Ég verð ekki í neinni aðstöðu!" -Rödd mín var jafn harðneskjuleg og rödd Ellenar. „Og þó ég verði það, veit ég ekkert um það. Ég verð of langt í burtu til þess. Ég verð í Meekersville. Heima þar sem er fólk eins og ég, þar sem •ég er ekki álitin bjáni!“ Þau störðu bæði á mig. Pete stóð hægt á fætur. „Hvað hefur komið yfir þig, Vera?“ Ellen tautaði: „Það er bezt, að ég hypji mig.“ „Þú verður kyrr,“ hreytti ég út úr mér. „Hér ert þú á réttum stað. Hér vill Pete hafa þig. Og þú getur verið hér að eilífu fyrir mér!“ Ég gekk í áttina til dyra. „Vera, bíddu!“ hrópaði Pete en ég fór út í anddyrið, niður tröppurnar og út á götuna. Ég heyrði hann koma á eftir mér. „Vera, gerðu ekki þessa vit- leysu.“ Hann stóð í efstu tröppunni. Ég leit á hann. „Það er tilgangs- laust Pete, og það veiztu sjálf- ur.“ Rödd mín brast. „Ég á ekki hér heima. Ég tilheyri mínu eig- in fólki. Ég hefði aldrei átt að yfirgefa það. Ég ætla að fara heim aftur og það er okkur báð- um fyrir beztu.“ Hvorugt okkar hreyfði sig. Því tók ég ekki á rás niður götuna? Vegna þess að ég vildi, að hann stöðvaði mig. Vegna þess að ég vildi, að hann kæmi niður til mín, tæki mig upp og bæri mig aftur inn í húsið og kyssti burt sársaukann innra með mér? Hann reyndi það ekki — hann leit hugsandi á mig eins og hann væri að velta því fyrir sér, hvort ég hefði á réttu að standa. Hann varð fyrri til að snúa frá. Hann fór aftur inn í húsið. Ég gekk yfir að endastöð áætlunarbílsins. Því var lokið. Hann hafði lofað mér að fara. Hann var feginn því, að ég var að fara! Það var miðnæturvagn, sem fór um Meekersville klukkan sex á morgnana. Ég hafði ekki borðað kvöldverð og borðaði ekki á meðan ég beið eftir hon- um. Ég svaf ekki dúr um nóttina. hugsanirnar þyrluðust um huga minn og ég rifjaði upp allt, sem skeð hafði frá þeim degi er ég hitti Pete. Mér leið verr eftir því, sem ég hugsaði meira. Jafnvel orð og spaugsyrði, sem hann hafði látið falla, særðu mig nú. Hafði hann í rauninni nokkurn tíma elskað mig? Hafði ég ekki aðeins verið einfaldur svéitakrakki, sem gaman var að kenna? Og seinna, vildi hann ekki bara hafa lag- lega stúlku til að stjana við sig? Svo sannarlega hefur önnum kafinn verkalýðsforingi engan 58 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.