Heimilisritið - 01.02.1958, Blaðsíða 11

Heimilisritið - 01.02.1958, Blaðsíða 11
ekki tækifærið, sem gafst til þess að flýja. Bandarískur kviðdóm- ur hefur dæmt hann sekan um að hafa afhent bandarísk ríkis- leyndarmál um kjarnorkuvopn til Ráðstjórnarríkjanna, og refsingin varð 30 ára fangelsi og átta þús- und dollara sekt. Þegar Abel var handtekinn í New York hinn 21. júní síðast- liðinn klukkan 7.30 að morgni, hafði ameríska leyniþjónustan náð fremsta meistaraspæjara Rússa. Abel fékk nákvæma kennslu í Moskvu og árið 1948 komst hann inn í Kanada án þess að eftir honum væri tekið. Eftir stutta dvöl þar, komst hann til Banda- ríkjanna án þess að eftir honum væri tekið, en Ameríka var tak- mark hans og fyrst og fremst hernaðarleyndarmál hennar. Næstu níu árin vann Abel ósleitilega að því að kynnast þessum vel vörðu leyndarmál- um. Veturinn 1933 tók hann á leigu húsnæði í Fulton-stræti 252, en hann hafði séð auglýst til leigu vinnustofu fyrir listamann. Þessa vinnustofu leigði nú Abel fyrir 35 dollara á mánuði. Abel kall- aði sig listmálara og stöku sinn- um sagðist hann einnig vera ljós- myndari, og í hinni nýju íbúð báru litir, léreft og málaratrönur vott um það hvað Abel var dug- legur listamaður. En hann var ekki að sama skapi mikil lista- maður. Amerískur almenningur veit ennþá ekkert um það hvað Abel hafðist að á árunum 1948 til 1953. Sem ,,listmálari“ bjó Abel undir nafninu Emil R. Goldfus og íbúar hússins og nágrannar kynntust honum sem stilltum og viðkunnanlegum manni. Abel var ófeiminn við það að sýna húseigandanum hvað hann hefði lært í tækni í Moskvu, því að hann hjálpaði honum að gera við lyftuna. Sömuleiðis var hann ófeiminn að tala við manninn, sem seldi útvarpstæki á næsta horni, og biðja hann um sérstaka útvarpslampa, — en þá vantaði hann í litlu stuttbylgjustöðina, sem hann notaði við að koma upplýsingum til Moskvu. En bak við læstar dyrnar kom Abel fyrir sendistöð sinni, hol- aði að innan blýanta fyrir leyni- legar skýrslur og ljósmyndaði leyndarskjöl á smáfilmu. Abel vann ekki einn, heldur störfuðu margir aðstoðarmenn með hon- um, og helztur þeirra var Reino Hayhanen undirofursti, (því má skjóta inn, að rússneskir stór- njósnarar hafa alltaf titil úr hern- um) en hann gekk undir dulnefn- inu Vic. Dulnefni Abels var heimilisritið 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.