Heimilisritið - 01.02.1958, Page 29

Heimilisritið - 01.02.1958, Page 29
ég að ég myndi fremur kjósa að vera stjarna. En ég veit líka að ég verð að spjara mig. Mig langar mikið til að leika alvarleg hlutverk. Mig langar ekki til þess að allir líti á mig eins og einhverja sæta- brauðsdúkku eða heimska feg- urðardís. Ég lít svo á, að það skaði hverja einustu leikkonu. Ég sé svo sem ekkert eftir öllum myndunum, sem hafa verið tekn- ar af mér fáklæddri, því að án þeirra hefði ég ekki komizt þetta áfram. Það hefur verið sagt að ég lík- ist Jean Harlow og að mér þyki gaman að fara úr öllum fötunum þegar ég er ein heima. Mér þyk- ir vænt um að ég skuli borin sam- an við Jean Harlow og mig lang- ar mikið til þess að leika ein- hvern tíma í kvikmynd um hana, ævi hennar. En það er ekkert hæft í því, að ég fari úr öllu heima og liggi á gólfinu á loðfeldunum mínum. En hitt skal ég viðurkenna, að mér þykir vænt um safír-mink- inn minn, sem kostaði 20 þúsund dollara. — En það getur enginn haldið því fram, að ég sé ekki sparsöm á sumum sviðum. Ég hef til dæmis alls ekki keypt mér lifandi hlébarða. Ég á bara oce- lot, en það er eins konar blend- ingur af villiketti og hlébarða. Ég er búin að eiga hann frá því að hann var kettlingur svo að hann er orðinn taminn. Ég á að vísu hvítan Cadillac og bleikan Ja- guarbíl, en ég er ekki búin að kaupa mér fleiri sportbíla ennþá. Ég er ekki ennþá farin að koma mér upp sundlauginni, sem mig langar svo mikið í. Hún á að vera eins og stórt vatn með eyju í miðjunni og trjám á eynni og svo eiga að vera lifandi apar í trjánum. SATT að segja finnst mér að hvíti minkapelsinn minn sé ekki neitt óhóf. Ég erfði töluvert fé eftir afa minn, 90 þúsund doll- ara, og ég eyddi ekki nema helm- ingnum af þeim peningum í pelsinn. Hinn helmingurinn fer vafalaust í að borga lúxusskatt- ana af pelsinum. Mér finnst eig- inlega að ég hafi þá fengið pels- inn fyrir ekki neitt og hann kosti mig ekkert, og það finnst mér sparsemi. Einhvern tíma seinna getur verið að ég kaupi mér stóra höll með smíðajárnshliði og löngum akvegi upp að dyrunum og gesta- herbergi í ótal álmum. En fyrst í stað ætla ég mér að láta mér nægja litla húsið, sem ég keypti í Hollywood. Þar eru ekki nema þrjú svefnherbergi, en samt sem áður ágætt íbúðarpláss, og svo HEIMILISRITIÐ 27

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.