Heimilisritið - 01.02.1958, Blaðsíða 59
GESTAÞRAUT
Scgðu kunningja þínum að hugsa
sér einhverja þriggja stafa tölu og skrifa
hana á blað, án þess að þú sjáir. Það
niega engin núll vera í tölunni og mun-
urinn á fyrsta og síðasta tölustaf verð-
ur að vera meiri cn i. Hann getur t. d.
ekki notað 172 vegna þess að munur-
mn á 1 og 2 er ekki meiri en 1, en
þrátt fyrir þessar takmarkanir getur
hann valið úr mörgum tölum. Við skul-
um hugsa okkur að hann velji töluna
321. Þú biður hann að snúa tölunni
við og draga lægri töluna frá þeirri
hærri. Hann dregur 123 frá og fær út
198. Þú biður hann að snúa einnig
þcirri tölu við og leggja svo tvær síð-
ustu tölurnar saman. Hann leggur sam-
an 198 og 891 og fær út 1089.
Þessi tala — 1089 — kemur alltaf
út, hvaða þriggja stafa tölu, sehi hann
velur innan þeirra takmarka, sem áður
voru nefnd. Með þetta í huga getur þú
lcikið á hann. T. d. getur þú skrifað
töluna 363 á blað og rétt honum sam-
anbrotið áður en hann byrjar, en þá
verður þú að muna að láta hann deila
mcð 3 í útkomuna, þ. e. 1089, áður en
þú segir honum að líta á blaðið. Þú
getur líka skrifað 2178 á blaðið áður
en leikurinn hefst, en þá á hann að
margfalda mcð 2. Fleiri útkomur er
auðvelt að fá, cn talan 1098 er sú tala
scm allt byggist á.
Dæmi: Þú skrifar töluna 726 á blað
og réttir honum það samanbrotið.
Hann velur töluna .......... 643
Hann snýr henni við......... 346
Hann dregur lægri töluna frá 297
Hhann snýr 297 við og fær út 792
Hann leggur saman ......... 1089
Hann margfaldar með 2 . . 2
2178
Hann deilir með 3 og fær út 726
ÚTREIÐARTÚR
Maður fór ríðandi úr bænum á Mánu-
degi og kom aftur ríðandi í bæinn
þremur dögum síðar á Mánudegi. —
Hvernig gat það skeð?
PENINGUR í FLÖSKU
25 eyringur (eða einhver smápen-
ingur) er settur ofan í 3 pela flösku og
flöskunni síðan lokað með þvf að setja
vcnjulcgan korktappa í stútinn, Hvern-
ig er nú hægt að ná peningnum úr
flöskunni, án þess að brjóta hana og
án þess að taka tappann úr flöskunni?
(Svör á bls. 6 3).
HEIMILISRITIÐ
57