Heimilisritið - 01.02.1958, Blaðsíða 62

Heimilisritið - 01.02.1958, Blaðsíða 62
skroppið hingað og séð hvort reiðhjólið vaeri þar ennþá. Nei, vitleysa, þó að Oli Jónsson hefði heimsótt Astu Bergs í dag og eitt- hvað verið bogið við heimsókn- ina var ekki víst að hann færi þangað á morgun. En reiðhjólið með brúna sæt- inu var þar líka daginn eftir og næstu tvo daga. Frú Helga var reglusöm kona, sem ekki gat þol- að að fara að heiman án þess að hafa þvegið matarílátin, en hún flýtti sér meira og meira með hverjum degi. Samt sem áður kom hún alltaf of seint til að sjá Öla Jónsson fara inn í húsið til Ástu Bergs. Hann hjólaði auð- vitað þangað strax eftir miðdegis- verðinn. Þegar hún sá reiðhjól- ið í fimmta skiptið ákvað hún að taka eitthvað til bragðs. Það var blátt áfram skylda hennar að tala við konu Öla Jónssonar. Aumingja stúlkan. Hún var svo ung og frú Helga fékk sting í hjartað að þurfa að leiða þessu barni fyrir sjónir auðvirðileika heimsins og karlmannanna. Þegar hún barði að dyrum hjá ungu frúnni hafði hún virðuleg- an og elskulegan svip á andlit- inu eins og henni fannst hæfa þessu tilefni. ,,Nei, eruð það þér,“ sagði unga frúin undrandi, en hún rétti frú Helgu samt höndina og bauð henni kaffisopa. Frú Helga hugsaði sig um and- artak hvort hún ætti að þiggja kaffið fyrst eða hvort hún ætti að segja þessi sorglegu tíðindi strax. Auðvitað gæti hún gert það við kaffiborðið, en það var á vissan hátt kæruleysislegt að tala við ungu frúna um mis- heppnað hjónaband hennar um leið og hún héldi á smáköku í hendinni eða væri að hella rjóma í kaffið. Þegar frú Helga var svo langt komin í hugsunum sínum, var unga frúin þegar byrjuð að hella á könnuna. Frú Helga dró andann djúpt. Kaffibaunirnar voru nýbrenndar. llmurinn fannst alla leið inn í stofuna. Hún yrði að bíða með tíðindin þangað til hún væri búin að drekka tvo til þrjá bolla. Þar að auki talaði unga frúin svo mikið að það var ekki nokkur leið að komast að. Frú Helga horfði ekki á hana, því það var einhver svo hrífandi ákefð í svip hennar í dag og frú Helga fann til þegar hún hugsaði til þess, að eftir stutta stund myndi þetta barn hafa sundur- kramið hjarta. Ef hún aðeins ekki þyrfti að segja neitt. En unga konan hans Öla Jónssonar var meðsystir hennar og frú Helgu fannst skylda sín að segja henni hið sanna. Að lokum kyrrðist unga frúin svolítið. ,,Á 60 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.