Heimilisritið - 01.02.1958, Blaðsíða 19
,,Nú verÖur Charlotta að
skemmta,“ hrópaði Tim glað-
lega, eins og hugmyndin væri
hans eigin. — ,,Við viljum sjá
Charlottu dáleiða.“
Hinir karlmennirnir tóku þeg-
ar undir þá ósk hans og þegar
Charlotta hafði látið þá ganga á
eftir sér nokkra stund, lét hún
loks tilleiðast. — Jæja, þá það,“
sagði hún. ,,Hver gefur sig þá
fram af fúsum vilja?“
,,Það er skrýtið,“ hugsaði
Mary með sér. ,,Að ég skuli
aldrei fyrr hafa tekið eftir því,
að hún horfir bara á strákana,
þegar hún ber fram þessa spurn-
ingu.“
En áður en nokkur af ungu
mönnunum fengi tíma til að
svara, spratt Mary á fætur: •—-
,,Charlotta,“ hrópaði hún með
ákafa. — ,,Kannske þú reynir
að dáleiða mig.“
Undrunarsvipur kom á andlit
Charlottu, en svo tókst henni að
láta sem ekkert væri: ,,Eins og
þú vilt, Mary,“ sagði hún eins
yfirlætislega og henni var frek-
ast unnt. — ,,Lánið þið mér þá
blað og blýant.“
Hún hripaði nokkur orð á blað-
ið, þannig að skriftin sneri niður.
Því næst gekk hún hægt og tígu-
lega til Mary og byrjaði að pata
með höndunum, baða út fingr-
unum og ranghvolfa í sér aug-
unum.
Mary stóð hreyfingarlaus á
miðju gólfinu og starði tómlega
fram fyrir sig. Svo togaði hún
kjólinn hægt og rólega upp um
sig, opnaði lásinn á beltinu, sem
hélt pilsinu á sínum rétta stað,
smeygði því með nokkurri fyrir-
höfn út af mjöðmunum og lét það
renna niður á gólf, þar sem það
lá eins og hringur í kringum
granna og stælta fótleggi henn-
ar.
Allir viðstaddir stóðu á önd-
inni og störðu agndofa á aðfar-
irnar. Aðeins í augum Ðellu
Tracy brá fyrir snöggum skiln-
ingsglampa og hún brá hendinni
yfir munninn, til þess að leyna
brosinu er flögraði um varir
hennar.
Mary andvarpaði, steig út úr
hringnum, sem pilsið myndaði
um fætur hennar og horfði með
fjarrænum svip niður á annan,
rauða ilskóinn sinn. Svo lyfti hiin
fætinum, losaði ristarbandið og
sparkaði af sér skónum. Þannig
fór einnig með hinn skóinn. Sjálf
virtist Charlotta eiga mjög erfitt
með að trúa sínum eigin augum.
Nú lyfti Mary báðum handleggj-
unum upp í loftið og það var eins
og veikur skjálfti færi um allan
granna, fáklædda líkamann. Svo
beygði hún sig með mjúkum,
HEIMILISRITIÐ
17