Heimilisritið - 01.02.1958, Page 24

Heimilisritið - 01.02.1958, Page 24
flestar hirðir í Evrópu urðu fegn- ar, er hún fór. ÁSTARBRÉF MEÐ LEYNILETRI Hún eyddi peningum á báða bóga, en varð að spara við sig, þegar sænska stjórnin stöðvaði greiðslur til hennar. Enn fór hún til Rómar og settist þar að. Páfi var orðinn langþreyttur á henni, en veitti henni lífeyri, og umkringd af kardínálum mynd- aði hún eins konar hirð um sig. Á miðjum aldri varð Kristín heiftarlega ástfangin af Azzolini kardínála, og til þess að forðast hneyksli, lýstu þau því yfir, að ást þeirra væri algerlega andlegs eðlis. Ástarbréf þeirra voru skrif- uð á leyniletri, en öll Evrópa vissi hið sanna. Kardínálinn var sannarlega trúr þessari undarlegu ástkonu sinni, og þegar hún andaðist í fátækt, var hann sá eini, sem syrgði hana. * Hver sló hvern? I upphafi lieimsstyrjaldarinnar sfðari fékk enskur liðsforingi á varðstöð langt inni í Afríku svohljóðandi skeyti frá yfirboðara sín- um: „Stríð skollið á. Handtakið alla óvinaborgara í héraði yðar.“ Liðsforinginn lét hendur standa fram úr crmum, sendi síðan svohljóðandi svarskeyti: „Hef handtekið sjö Þjóðverja, þrjá Belga, tvo Frakka, tvo Itali, Austurríkismann og Bandaríkjamann. Gerið svo vel að segja við hverja við eigum í ófriði.“ Máske skjátlaðist lienni Kona, sem átti að taka sasti í kviðdómi neitaði því með þeim rökum, að hún væri andvíg dauðarefsingu. Dómarinn reyndi að sannfæra hana og sagði: „En þctta er aðeins mál, sem kona hefur höfðað gegn manni sínum, af því hún fékk honum 10.000 krónur til að borga loðkápu, en hann tapaði pen- ingunum í póker.“ „Ég skal taka sæti,“ sagði hún. „Ef til vill eru skoðanir rnínar á dauðarefsingu ekki réttar." 22 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.