Heimilisritið - 01.02.1958, Blaðsíða 44
öskuvondur. ,,Konu Clems Wil-
sons. Hún bað mig um að sjá
um að dóttir mín léti manninn
sinn í friði. Hún sagði, að það
væri á allra vörum, hvernig þið
hangið saman."
,,Ó, nei!“ hrópaði ég og orð-
in stungu mig eins og rýtingur í
hjartað.
Mamma gekk til mín með
þennan hörmungarsvip á andlit-
inu. „Veiztu — hún á von á
einu barninu enn ?“
Allt gekk í bylgjum fyrir aug-
unum á mér. Ennþá eitt barn —
barn Clems! Hann hafði logið
að mér, um að þau svæfu ekki
í sama herbergi. Hann hafði log-
ið — um sundurlyndið milli sín
og konu sinnar.
Ég hljóp upp á loft yfirbuguð
af vonbrigðum. Rödd föður míns
barst þrumandi á eftir mér. ,,Ef
þú ferð aftur út úr þessu húsi að
kvöldi til, skal ég lúberja þig —“
Ég kærði mig ekki um að fara
út úr húsinu. Ég vildi ekki sjá
Clem framar. Ég óskaði þess, að
ég væri dauð.
Morguninn eftir hafði ég tek-
ið ákvörðun. Ég gat ekki haldið
áfram að búa í sama þorpi og
Clem. Ég vildi ekki eiga það á
hættu að hitta hann. Ég vildi
ekkert samneyti við hann hafa
framvegis.
Þegar ég kom niður, gekk ég
hreint til verks og fór til mömmu.
Ég talaði við hana og var mikið
niðri fyrir.
,,Ég hef verið fífl og ég veit
það, mamma. Ég verð að kom-
ast burt héðan — Clem mun
reyna að ná tali af mér. Gæti ég
farið til Irene frænku í Boston ?
Kannske get ég fengið vinnu
þar.“
Foreldrar mínir tóku því feg-
ins hendi að losna við mig úr
bænum. Tveim dögum seinna
var ég á leið til Boston í áætlun-
arbílnum. Frænka mín og fjöl-
skylda hennar vissi ekki, hvað
skeð hafði . . . þau vissu aðeins,
að ég ætlaði að leita mér að
vinnu.
í nokkra daga dvaldi ég hjá
frænku minni, en það var of
þröngt fyrir okkur öll í litlu íbúð-
inni hennar. Því var það, að ég
leigði herbergi og flutti í það,
þegar einn af frændum mínum
hafði útvegað mér vinnu í verzl-
un. Þar reyndi ég að byrja nýtt
líf — reyndi að gleyma Clem.
Þetta var ekki auðvelt. Eg var
alltaf einmana. Kvöldin voru
verst. Ég reyndi að afla mér
kunningja meðal fólksins, sem
vann í verzluninni, en það var
alltaf að flýta sér og hafði engan
tíma til neins.
Þrátt fyrir einlæga viðleitni gat
ég ekki hætt að þrá Clem. Þegar
42
HEIMILISRITIÐ