Heimilisritið - 01.02.1958, Blaðsíða 20
þokkafullum hreyfingum, losaði
fyrst annað sokkabandið, síðan
hitt og smeygði sér að því búnu
úr sokkunum. Hún stóð stundar-
korn með sinn sokkinn í hvorri
hendi og horfði á þá með fjar-
rænum svip, en lagði þá svo til
hliðar.
Nú stóð hún þarna í stuttum
og mjög skjóllitlum nærbuxum
einum klæða. En hún lét ekki
þar við sitja. Þegar hún teygði
hendurnar aftur fyrir bakið og
ætlaði að fara að losa brjósthald-
arann, var Bob loks nóg boðið.
Hann snaraðist leiftursnöggt að
Charlottu. „Láttu hana hætta,“
hrópaði hann æstur. ,,Og það
undir eins, ef þú vilt ekki hljóta
verra af.“
Því næst hrifsaði hann sjal frá
einni stúlkunni og sveipaði því
yfir nakin brjóst og herðar Mary.
,,Þetta held ég að sé nú fulllangt
gengið," hreytti hann út úr sér
og gaf Charlottu illt auga.
Charlotta byrjaoi í einhverju
skelfingaræði að baða út hönd-
unum, framan við nefið á Mary,
en Bob hélt áfram með vaxandi
reiði:
,,Já, en það var líka allt annað,
sem ég ætlaði að láta hana gera,“
stundi Charlotta alveg örvilnuð
og með grátstafi í kverkunum.
,,Ég get sannað ykkur það. . . .“
Hún hljóp yfir að borðinu, þar
sem miðinn átti að liggja, en
greip í tómt. — ,,Hva . . .
hvar . . .?
Della drap tittlinga framan í
Mary og sýndi henni, svo að lít-
ið bar á, miðann, sem hún hélt
leyndum í lófa sínum.
Charlotta fann nú að loftið um-
hverfis hana hafði skyndilega
kólnað að miklum mun. Máttur
hennar og áhrif voru þrotin og
hún vissi það vel sjálf. Hún reigði
sig, kastaði hnakka með þrjózku-
legum svip og sagði: — ,,Það er
líklega bezt fyrir mig að fara að
hyggja til heimferðar.“
Svo hljóp hún upp í herberg-
ið sitt, til að búast til brottferð-
ar og enginn gerði tilraun til að
hreyfa andmælum.
Bob stóð enn í sömu sporum
með Mary í faðminum og hélt
saman sjalinu, er huldi nekt
hennar. — „Hvernig líður ves-
lings litlu stúlkunni minni ?“
spurði hann ástúðlega.
,,Ef ég á að segja alveg eins
og er, þá hefur mér aldrei nokk-
urn tíma á ævinni liðið betur en
einmitt núna,“ svaraði hún og
þrýsti sér enn fastar að honum.
Svo leit hún í kringum sig, til
hinna, sem viðstödd voru, og
bætti við: — ,,Eg verð víst ann-
ars að játa það hreinskilnislega
að Charlotta dáleiddi mig alls
ekki. Ég vissi ósköp vel hvað ég
18
HEIMILISRITIÐ