Heimilisritið - 01.02.1958, Blaðsíða 5
enda þótt Simone væri fjarver-
andi.
Það var ekki að furða þó að
Annik breytti um háralit þegar
Hún las þessa frásögn blaðsins.
Um þessar mundir var blaða-
pappír skammtaður og blaðið
hafði því ekki haft fulla frásögn
af þessu máli, en Simone vissi
meira en sagt var í blaðinu og
hún gat því enn dulið fortíð sína.
Fjórtán ára að aldri hafði Si-
mone verið dregin fyrir rétt vegna
þess að foreldrar hennar gátu
ekki haft neina stjórn á henni.
Hún var stór eftir aldri og vel
þroskuð og á þeim tíma — árið
1944 — voru margar freistingar
fyrir unga og framgjarna stúlku,
því að lög og reglur höfðu lítið
gildi um það leyti sem landið
frelsaðist undan hernámi Þjóð-
verja. Simone hafði gengið of
langt. Hún hafði stolið og var
dæmd til vistar í betrunarhæli og
átti að vera þar um óákveðinn
tíma.
Hið drungalega líf í betrunar-
hælinu var erfitt fyrir unga
stúlku, sem sóttist eftir aðdáun
karlmanna, og Simone ákvað
fljótlega að flýja. Yfirvöldin voru
um þessar mundir alltof upptek-
m við að fangelsa svikara og
stuðningsmenn Þjóðverja, og
þess vegna var fámennt starfs-
lið á betrunarhælinu.
Simone notaði þessa aðstöðu
til þess að flýja þrisvar, og í hvert
skipti missti hún möguleikann á
því að fá dóminn yfir sér endur-
skoðaðan. í þriðja skiptið, sem
hún flýði, ákváðu yfirvöldin að
senda hana í fangelsið í Tourelle,
en þaðan var að heita má óhugs-
andi að flýja.
EN yfirvöldin reiknuðu ekki
með slægð Simone. Að kvöldi
31. júlí 1947 heyrðist væl í síren-
um í hluta af Tourelles-fangels-
inu og þar kom upp eldur. Kven-
fangarnir æptu upp og görguðu
og heimtuðu að fá að fara úr
klefum sínum, en gæzlukonurnar
reyndu að slökkva eldinn, sem
greinilega hafði verið kveiktur af
ásettu ráði. Þegar slökkviliðið
kom á vettvang, fékk það ekki
ráðið við eldinn, og kvenföngun-
um hafði verið leyft að fara úr
klefum sínum svo þær brynnu
ekki inni.
Það þarf ekki að geta þess, að
22 stúlkur höfðu hætt að æpa
þegar þær voru orðnar öruggar
— fyrir utan múra fangelsisins.
Þær hröðuðu sér á brott út í
myrkrið. Á meðal þeirra var hin
ljóshærða Simone Molter og vin-
kona hennar, Louise Bayonne,
báðar innan við tvítugt og nægi-
lega aðlaðandi til þess að vera
visar um það, að þær gætu orð-
HEIMILISRITIÐ
3