Heimilisritið - 01.02.1958, Side 46

Heimilisritið - 01.02.1958, Side 46
ætti mig, að hann myndi aldrei sleppa mér. Nú hafði ég Jonny til að hugsa um. Jonny var farinn að elska mig. Hann sótti mig á hverju kvöldi en bað mig ekki í eitt ein- asta skipti um að fá að koma inn í litla herbergið mitt. Hann sagði mér frá framtíðaráætlunum sín- um, og svo var hann stöðugt að biðja mín. ,,Ég er hrifinn af þér, mér þyk- ir vænt um þig, Jonny,“ svaraði ég honum. ,,En tilfinningar mín- ar rista ekki eins djúpt og þín- ar.“ ,,Gifstu mér, elskan mín,“ sagði Jonny. ,,Það er svo undir mér komið, hvernig þú hugsar til mín eftir að við erum gift.“ ÉG vissi, að mig langaði til að giftast Jonny. Ég þarfnaðist um- hyggju hans og blíðu, en var það rétt að giftast honum án þess að segja honum frá Clem ? Aftur skorti mig kjark til þess að mæta vandanum. Ég sagði sjálfri mér, a& fortíðin væri mín — það sem skipti máli fyrir Jonny var framtíðin. Þess vegna játaðist ég Jonny og við byrjuðum að undirbúa brúðkaupið. Við héldum fámennt brúðkaup hjá frænku minni og í brúðkaupsferðinni fórum við til eyjarinnar til þess að Jonny fengi að kynnast fjölskyldu minni. Ég var taugaóstyrk vegna ferðarinn- ar, en ættingjum mínum leizt vel á Jonny og eyjarskeggjar minnt- ust ekkert á fortíðina. Og Jonny — Jonny var svo dá- samlegur. Fyrstu nóttina, sem við áttum saman, leitaði hann ástar minnar með nærgætni, þar til ég varð róleg og skildi, að hjónabandsást án allrar leyndar og launungnar var allt önnur og ánægjulegri hlið ástarinnar. Með hverri nóttu kenndi hann mér að elska sig heitar og heitar. ÞANNIG byrjaði hjónaband okkar vel, og þegar við komum aftur til borgarinnar, virtist mér lífið gjörbreytt. Ég hætti að vinna, þegar Jonny fékk vinnu sem sölumaður með hærra kaupi. Við fluttumst í lítið hús í úthverfi borgarinnar og ég var ánægð. Jonny var dásamlegur eiginmað- ur. Ég vissi fullvel, hve heppin ég hafði verið. Mig langaði til að geðjast Jonny . . . langaði til að gera hann hamingjusaman. — Þess vegna var ég himinlifandi, þegar ég gat eftir tvo mánuði sagt hon- um, að ég væri barnshafandi. Ef til vill virðist það skrýtið, en ég byrjaði að elska eiginmann minn fyrir alvöru á meðan ég gekk með barnið. í þetta sinn 44 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.