Heimilisritið - 01.02.1958, Síða 16

Heimilisritið - 01.02.1958, Síða 16
Mary grípur til sinna ráða Smásaga efir MARY KJELGAARD ☆ ,,NEI, nú er sannarlega kom- inn tími til að binda endi á þetta“ hugsaði Mary með sér einn laug- ardagsmorgun, þegar þessu hafði farið fram í heila viku. — ,,Nú verður Charlotta Grant að læra þá list, að láta Bob Conrad af- skiptalausan með öllu. Það er ég, sem hef einkaleyfi á honum, en hvorki hún né nokkur önnur kvensnift.“ Síminn hringdi rétt þegar Mary var að setjast að morgunverðar- borðinu. „Halló." sagði hún og reyndi að tala rólega. ,,Halló,“ sagði Bob á hinum enda línunnar. — ,,Verður þú með okkur í dag?“ ,,Auðvitað,“ svaraði hjarta hennar með ákafa og ,,Ja . . .“ svaraði rödd hennar, kuldalega og dræmt. ,,Ég sæki þig þá eftir svona klukkustund. Við ætlum að skreppa út í sumarbústað þeirra Tracy-hjónanna. Heljar mikið samkvæmi, vertu alveg viss. Nóg að drekka og alt það. . . .“ ,,Allt það,“ hugsaði Mary með sér — ,,þýðir fyrst og fremst Charlotta." ,,En spennandi," sagði hún og reyndi að tala glaðlega. —,,Mað- ur fer bara strax að hlakka til. Ég skal reyna að verða tilbúin eftir klukkustund eða svo.“ Móðir hennar brosti með eftir- væntingarfullum svip: — ,,Jæja, á nú að fara eitthvað út og skemmta sér ?“ spurði hún. ,,Það er eftir því hvernig á það er litið, svaraði Mary. — ,,Við ætlum að skreppa út í sumarskála Tracy-fjölskyldunn- ar, eins og venjulega." ,,Eru það ekki þau hjón, sem hafa þennan merkilega sumar- gest, þessa stúlku, sem kann að dáleiða?" spurði frú Reese. ,,Hún getur bara dáleitt karl- menn," sagði Mary. — ,,Og þessa stundina er það einungis minn útvaldi, sem allur hennar 14 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.