Heimilisritið - 01.02.1958, Blaðsíða 41
Ég hafði aldrei verið hamingju-
samari en kvöldið eftir, þegar ég
hitti Clem og við ókum að sum-
arbústaðnum. Clem hafði útbúið
herbergi handa okkur með stór-
um legubekk og rafmagnsofni.
Hann hafði allt til taks til þess
að laga kaffi og þarna var út-
varp. Þetta var eins og — lítið
heimili, sem við áttum sjálf.
Svo sannarlega vorum við útaf
fyrir okkur vegna þess, að húsið
var staðsett yzt á eyjunni. Það
var eins og við værum einu
mannverurnar í heiminum.
Við dönsuðum hægt eftir seið-
andi valsi og á eftir lágum við í
faðmlögum á stóra legubekkn-
um, drukkin af ást.
Ef Clem hefði verið nærgöng-
ull við mig þá. hefði ég getað
staðizt hann. Ég var enn á varð-
bergi . . . enn var ég sakleysið
sjálft. Ef hann hefði farið fram
á of mikið við mig of snemma,
hefði ég sennilega fengið í mig
kjark til þess að hætta að hitta
hann.
En Clem var vitrari en svo.
Hann elskaði mig og sefaði ótta
minn og baðst aldrei of mikils.
Það var hættulaust, dásamlegt að
vera þarna með honum í sumar-
bústaðnum, og ég vildi vera þar
með honum sem oftast.
Og þannig gekk það til um
nokkurt skeið meðan vetri hall-
aði og vorið nálgaðist. Við hitt-
umst í sumarbústaðnum í hvert
sinn, sem mér tókst að laumast
út. Þegar samvizkubit angraði
mig hafði Clem svar á reiðum
höndum.
,,ÞAÐ er ekki réttlátt gagnvart
konunni þinni, að ég sé hér með
þér,“ sagði ég einu sinni.
,,Elskan mín, því er alls ekki
þannig farið,“ sagði hann hug-
hreystandi. ,,Konan mín veit
ekkert og kærir sig kollótta um,
hvað ég geri, svo framarlega sem
ég fæ henni kaupið mitt. Annað
vill hún ekki með mig hafa. Við
sofum ekki saman. Við erum
elcki einu sinni í sama herbergi."
Ég trúði honum . . . ég hafði
enga ástæðu til að rengja hann.
Ég taldi sjálfri mér trú um, að
við værum ekki að aðhafast neitt
ljótt, þó við værum dálítið sam-
an.
Því gerði ég mér ekki grein
fyrir, að með hverju sinni, sem
við hittumst, varð erfiðara að
bæla niður hvatirnar ? Smám
saman urðu ástaratlot okkar inni-
legri. Ennþá tókst mér að grípa
í taumana áður en nokkuð skeði.
Vorið kom og fölur máni skein
á kvöldhimninum og tímum sam-
an sátum við á bekk bak við hús-
ið. Við höfðum nauman tíma
eftir þar sem sumarið fór í hönd
HEIMILISRITIÐ
39