Heimilisritið - 01.02.1958, Blaðsíða 4
gæti verið svona ,,drottning**
nema því aðeins að hún hefði
marga og volduga verndara, eða
þá næga fegurð og greind. Si-
mone hafði þetta allt.
Fegurð hennar var óumdeild
allt frá síða hárinu niður fallega
skapaða fótleggina.
Rödd hennar var mjúk og
syngjandi alveg þangað til ein-
hver keppinautur reyndi að ná af
henni viðskiptavini, þá gat Si-
mone notað óheflaðan og rudda-
legan munnsöfnuð.
Hún var gamansöm og full af
fjöri, og hún var skemmtilegur
félagi í mörgum kabarettum, en
þar fékk hún viðurnefnið Annik-
la-Blonde. Fólkið í Pigalle-hverf-
inu hefur næstum allt eitthvert
viðurnefni og flest af því hefur
komizt í kast við lögregluna hvað
eftir annað.
Annik var með nefið niðri í öllu
og mætti oft á leynifundum. —
Njósnarar frönsku lögreglunnar
— aðallega þjónar og blaðasalar
— sendu skýrslu um Annik, en
það var ekkert hægt að sanna á
hana annað en það, að hún
stundaði vændi og viðskiptavinir
hennar voru ríkir ferðamenn eða
franskir utanbæjarmenn.
Svo virtist sem engan hefði
grunað það, að Simone Molter
hafði verið ,,drottning“ áður en
hún kom til Parísar. Hún var
þekkt í lögregluskýrslum sem
,.drottning undankomunnar'*. —
Það hefði átt að vera mönnum
ábending þegar Annik kom frá
hárgreiðslukonunni sinni og var
búin að lita hárið á sér rautt. En
kvenfólk var alltaf að skipta um
háralit og það var ekert merki-
legt þó að Annik gerði það líka.
Menn bjuggust við að hún myndi
láta lita á sér hárið aftur ein-
hvern næstu daga, svo að viður-
nefninu var ekki breytt. Hún hét
áfram Annik-la-Blonde.
Simone breytti um háralit 7.
marz 1950 þegar hún las það í
blaði, að Louise Bayonne, vin-
kona hennar, hefði verið dæmd
í fimm ára fangelsi.
Það hafði komið fram í réttin-
um, að hinn rétti sökudólgur héti
Simone Molter og það hefði ver-
ið hún, sem hafði lagt á ráðin
um að gera árás á 72 ára gamla
konu og hefði verið með Bay-
onne vinkonu sinni í að fremja
ofbeldisvérkið. Það var harmleik-
urinn í þessu, að fórnarlambið
var stjúpmóðir Bayonne. Stúlk-
urnar tvær höfðu viljað ná í eitt-
hvað af peningum með lítilli fyr-
irhöfn, og Simone hafði talið vin-
konu sína á að ná í þá heima
hjá sjálfri sér. Dómarinn tók til
greina sekt Simone Molter og
dæmdi hana í 20 ára fangelsi
2
HEIMILISRITIÐ