Heimilisritið - 01.02.1958, Síða 52

Heimilisritið - 01.02.1958, Síða 52
Að veiða fisk og konur ÞAÐ er búið að finna upp alveg nýja og ágæta aðferð fyrir stangaveiðimenn. Sú aðferð, sem notuð hefur verið hingað til, að sitja tímunum saman og bíða eftir því að bíti á, og draga síð- an beitulausan öngulinn upp, er ekki sérlega uppörfandi. Auk þess er hún algjörlega úrelt. Ný- tízku fiskar gína ekki við beitu á öngli. Fiskarnir eru ekki eins heimskir og flestir halda. Mað- ur, sem heitir Jimson, hefur nú fundið upp snjalla aðferð og með henni er auðvelt að fá á krók- inn. Á línuna, rétt fyrir ofan öngul- inn, festir maður lítinn spegil. Þegar fiskurinn kemur syndandi, sér hann félaga sinn í speglin- um, og hann heldur auðvitað að þetta sé annar fiskur, því að hann veit ekki hvað spegill er. Þar sem fiskurinn er mjög eigingjarn, flýtir hann sér að gleypa maðk- inn, sem er á önglinum til þess að verða á undan félaga sínum, og þá hefur maður náð honum. Svona létt og einfalt er þetta nú. Með þessari aðferð er hægt að halda áfram endalaust að draga hvern fiskinn á fætur öðrum í land, og maður labbar heim, þreyttur og ánægður með heil- an hestburð af fiski. Að veiða konur er töluvert erf- iðara en að veiða fisk. Hér næg- ir ekki að nota spegil og maðk, það verður að grípa til snjallari ráða. í því, sem hér fer á eftir, skal ég segja frá einni beztu að- ferðinni til þess að veiða tamdar konur, litlar, ljóshærðar og dökk- hærðar elskur og annað þess hátt- ar sælgæti. Kvennaveiðar eru að því leyti 50 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.