Heimilisritið - 01.08.1958, Page 15

Heimilisritið - 01.08.1958, Page 15
Hún skrifaði æsifréttir Svikulir embættismenn og óþokkar óttuðust hana eins og pestina JOSEPH PULITZER, eigandi stórblaðsins ,,The World'* og voldugasti blaðaútgefandi í New York á þeim tímum, starði kulda- lega á lágvöxnu, hrokkinhærðu stúlkuna, sem hafði setið um hann á skrifstofu hans í þrjá daga, og hafði loks tekizt að kom- ast inn. ,,Hvað viljið þér mér eigin- lega spurði hann hvasst. ,,Ég vil fá atvinnu sem blaða- maður,“ svaraði stúlkan stilli- lega. Pulitzer hristi höfuðið. Blaða- útgefendur í New York höfðu það ekki til siðs, að láta korn- ungar stúlkur hafa atvinnu sem blaðamenn, tuttugu og eins árs stelpukjána án nokkurrar reynslu. En þessi stúlka var með hug- mynd, sem Pulitzer leizt vel á. Mánuðum saman hafði verið uppi orðrómur um ómannúðlega meðferð sjúklinga á geðveikra- hælinu á Blackwell-eyju. Þessi smávaxna stúlka frá Pittsburgh; bauðst nú til þess að leika geð- veikisjúkling og láta loka sig inni á hælinu, en síðan ætlaði hún að skrifa greinaflokk um á- standið þar. Þetta hafði aldrei verið reynt áður og Pulitzer fannst hugmyndin góð. ,,Allt í lagi, gerðu það,“ sagði hann. ,,En eftir á að hyggja, hvað heitirðu annars?“ ,,Ég heiti Nellie Bly,“ svaraði stúlkan og tifaði út úr skrifstof- unni. Þremur vikum seinna var nafn hennar orðið frægt meðal blaða- lesenda í New York. Hún hafði verið tíu daga á geðveikrahælinu og frásagnir hennar, sem birtust á forsíðu blaðsins tvo daga í röð, höfðu vakið feikna mikla athygli og viðbjóð allra hugsandi manna á kjörum sjúklinganna þar. Hún lýsti því, hvernig sjúk- 13 heimilisritið

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.