Heimilisritið - 01.08.1958, Qupperneq 15

Heimilisritið - 01.08.1958, Qupperneq 15
Hún skrifaði æsifréttir Svikulir embættismenn og óþokkar óttuðust hana eins og pestina JOSEPH PULITZER, eigandi stórblaðsins ,,The World'* og voldugasti blaðaútgefandi í New York á þeim tímum, starði kulda- lega á lágvöxnu, hrokkinhærðu stúlkuna, sem hafði setið um hann á skrifstofu hans í þrjá daga, og hafði loks tekizt að kom- ast inn. ,,Hvað viljið þér mér eigin- lega spurði hann hvasst. ,,Ég vil fá atvinnu sem blaða- maður,“ svaraði stúlkan stilli- lega. Pulitzer hristi höfuðið. Blaða- útgefendur í New York höfðu það ekki til siðs, að láta korn- ungar stúlkur hafa atvinnu sem blaðamenn, tuttugu og eins árs stelpukjána án nokkurrar reynslu. En þessi stúlka var með hug- mynd, sem Pulitzer leizt vel á. Mánuðum saman hafði verið uppi orðrómur um ómannúðlega meðferð sjúklinga á geðveikra- hælinu á Blackwell-eyju. Þessi smávaxna stúlka frá Pittsburgh; bauðst nú til þess að leika geð- veikisjúkling og láta loka sig inni á hælinu, en síðan ætlaði hún að skrifa greinaflokk um á- standið þar. Þetta hafði aldrei verið reynt áður og Pulitzer fannst hugmyndin góð. ,,Allt í lagi, gerðu það,“ sagði hann. ,,En eftir á að hyggja, hvað heitirðu annars?“ ,,Ég heiti Nellie Bly,“ svaraði stúlkan og tifaði út úr skrifstof- unni. Þremur vikum seinna var nafn hennar orðið frægt meðal blaða- lesenda í New York. Hún hafði verið tíu daga á geðveikrahælinu og frásagnir hennar, sem birtust á forsíðu blaðsins tvo daga í röð, höfðu vakið feikna mikla athygli og viðbjóð allra hugsandi manna á kjörum sjúklinganna þar. Hún lýsti því, hvernig sjúk- 13 heimilisritið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.