Heimilisritið - 01.08.1958, Side 22
franskra fallhlífarhermanna. í
framburði sínum seinna sagði
Djamila frá því, að hún hefði
verið barin hvað eftir annað. —
Henni sagðist svo frá: „Þeir ber-
háttuðu mig og bundu mig á
bekk, en gættu þess vel, að setja
blautar tuskur undir böndin, sem
ég var bundin með. Síðan festu
þeir rafmagnsvíra við kynfæri
mín, eyru, munninn, lófana, geir-
vörturnar og ennið. Klukkan þrjú
um nóttina leið yfir mig. Seinna
fékk ég óráð. 1 hvert skipti, sem
einn fallhlífarhermanna hleypti á
rafstraumnum, skrifuðu hinir nið-
ur það, sem ég sagði." Þegar
Djamila hafði verið pyntuð á
þennan hátt í heilan mánuð,
skoðaði franskur læknir hana og
lýsti yfir því, að hann sæi ekk-
ert að henni. Hann sagði meira
að segja að skotsárið á öxl henn-
ar væri sár, sem stafaði frá berkl-
um.
Þegar mál hennar kom fyrir
herrétt, kom saksóknarinn með
þrjú vitni, sem áttu að bera vitni
um sök Djamilu. Fyrsta vitnið
neitaði því algjörlega, að Djam-
ila hefði átt nokkurn þátt í
sprengjuárásunum. Annað vitnið
kom aldrei fyrir réttinn — það
var einnig stúlka, sem var í fang-
elsi hjá fallhlífahermönnunum,
og blöðin skýrðu frá því að hún
hefði dáið í fangelsinu. Þriðja
Djamila Bouhired — márastúlkan
fagra og hugrakka
vitnið var 19 ára gömul stúlka,
sem heitir Djamila Bouazza, sem
hafði verið þrjú ár á geðveikra-
hæli, og hún svaraði flestum
spurningum með því að skjóta úr
ímyndaðri vélbyssu á dómarana
með fingrunum og æpa: ,,Ra-ta-
ta“.
Hún reyndi að fara úr öllum
fötunum í vitnastúkunni og sneri
í sífellu armbandi, sem hún hafði
um úlnliðinn. Hún gerði ýmist
að ásaka Djamilu Bouhired eða
taka þær ásakanir til baka. —
Franskur læknir fullvissaði rétt-
20
HEIMILISRITIÐ