Heimilisritið - 01.08.1958, Page 24

Heimilisritið - 01.08.1958, Page 24
SVIKAHRAPPAR ÞÆR ERU ekki svo fáar, ungu stúlkurnar, sem taka munu þátt í fegurðarsamkeppni í sumar. En þær stúlkur ættu að gæta sín. Það er margvísleg hætta á ferð- um í slíkri samkeppni, ef dæma skal eftir frásögninni, sem hér fer á eftir. Stúlka ein, við skulum segja að hún hafi heitið Gloria, var kjörin fegurðardrottning á bað- stað einum í Englandi í fyrra. Mynd af henni í þröngum sund- fötum birtist víða í brezkum blöðum og hún vakti mikla at- hygli. Nokkrum dögum eftir að hún hrósaði sigri, fékk hún bréf með flugpósti frá Ameríku. Bréfritar- inn sagðist vera kvikmyndafram- leiðandi. Gloria var mjög hrifin af því, sem stóð í bréfinu: ,,Mér lízt mjög vel á fegurð og yndisþokka yðar, og fyrir- tæki mitt telur, að með hæfilegri þjálfun, getið þér fengið glæsta framtíð sem kvikmyndaleikkona. Við viljum gjarnan greiða fyrir yður ferðalag til New York til þess að taka þar þátt í kvik- myndaprófi, og við tryggjum yð- ur ókeypis eins árs dvöl á fegr- unarskóla og leikþjálfunarskóla okkar, en eftir það ætti ferill yð- ar á listabrautinni að vera örugg- • • ur. Gloria hafði aldrei efazt um að hún væri fögur og myndaðist vel, ekki síður en margar fegurðardís- imar í Hollywood, og hún var fljót að taka þessu boði. Án þess að hika flaug hún til New York. Þar kom til móts við hana mynd- arlegur maður um fertugt, og hann leit vissulega út fyrir að vera kvikmyndaframleiðandi. — Hann ók henni strax heim í glæsilega íbúð. „Þetta er allt dásamlegt,“ — sagði hún eftir að þau höfðu snætt góða máltíð og fengið vfn- glas með matnum, ,,en hvar er kvikmyndaverið ? Hvar á ég að búa ?“ ,,Ástin mín,“ muldraði hann, ,,við skulum ekki vera að hafa áhyggjur af svoleiðis smámun- um. Þetta er fyrst og fremst einkamál okkar. Lízt þér ekki vel á það ? Við eigum eftir að komast langt saman og við skul- um sannarlega skemmta okkur vel.“ Á næsta augnabliki þreif hann utan um hana og kyssti hana í ákafa. Það kom henni ekki að 22 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.