Heimilisritið - 01.08.1958, Side 25

Heimilisritið - 01.08.1958, Side 25
neinu haldi að gráta og berjast um á hæl og hnakka. Hún gat ekki losað sig úr faðmlögum hans. Slíkar hættur verða ávalt á vegi ungra stúlkna, sem eru trú- gjarnar og dreymir um að verða frægar kvikmyndaleikkonur. HEIMURINN er fullur af óþokkum, sem nota hvers kon- ar klæki sér til framdráttar. — Margir þeirra nota póstþjónust- una fyrir klæki sína. Póstlögregl- an í Chicago hafði nýlega hend- ur í hári afbrotamanns, sem hafði þótzt vera myndarleg ekkja og fyrirsæta listamanna. Hann sagði að þessi fallega ekkja væri 29 ára gömul og að ,,hún væri að leita að eiginmanni, sem gæti orðið góður félagi og faðir Júlíu litlu, sex ára dóttur hennar, sem nú væri orðin föðurlaus." Þessi svik- ari skrifaði til fjölda karlmanna, sem leitað höfðu til hjúskapar- miðlara og til klúbba, sem ann- ast samskipti einmana karla og kvenna, og til þess að auka áhug- ann, lagði svikarinn mynd af fal- legri stúlku í umslagið. Fjölda mörg svör bárust frá einmana karlmönnum, sem vildu giftast og höfðu ekkert á móti því að konan ætti barn af fyrra hjónabandi. Og nú hófst svika- leikurinn. Hver einasti bréfritari fékk innilegt bréf frá fölsku ,,ekkj- unni“ og sömu lygasöguna. Hún skrifaði, að hún ætti enn eftir að borga kostnaðinn af sjúkralegu og útför látna eiginmannsins og auk þess væri hún í stökustu vandræðum með að fæða sig og klæða. Hún bætti því við, að Júlía litla væri himinlifandi yfir tilhugsuninni um að fá nýjan pabba. Allt gekk að óskum og hjóna- bandstilboðin komu frá næstum fjörutíu mönnum, sem allir létu talsvert fé af hendi rakna til þessa góða málefnis. Falska ekkj- an varð þúsundum dala auðugri án þess að hafa nokkru sinni séð einn einasta aðdáenda sinna. En svo var það undarleg tilviljun, sem kom upp um þessi svik. Sölumaður einn trúði kunn- ingja sínum fyrir því, að hann ætlaði innan skamms að giftast ungri og fallegri fyrirsætu, hún væri ekkja og ætti sex ára gamla dóttur. ,,Það var einkennilegt," sagði kunninginn. ,,Ég er sjálfur með mjög svipaða fyrirætlun í huga." Þegar þeir fóru að bera saman bækur sínar, kom í ljós, að þeir höfðu báðir verið blekktir af sama svikaranum. Lögreglan var furðu lostin þegar hún fór að handtaka ekkjuna, því að þá kom HEIMILISRITIÐ 23

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.