Heimilisritið - 01.08.1958, Page 27
Tíu dollara seðill kom
upp um
hataðasta
mann í heimi
BARNSRÁN er einhver fyrir-
litlegasti glæpur, sem framinn
verður, og veldur skelfingu með-
al allra heiðarlegra manna, ekki
sízt foreldra. Eitt frægasta mál
þeirrar tegundar er Lindbergh-
málið. Það eru nú liðin 26 ár
síðan skozk hjúkrunarkona kall-
aði í örvæntingu sinni: ,,Lind-
bergh ofursti, hafið þér barnið,
ekki að reyna að leika á mig.
Það er farið.“
Bælt rúm, autt barnaherbergi,
dökkir moldarblettir, sem lágu
út að glugga.
Arið 1932 var Lindbergh ofursti
heimfrægur fyrir það afrek, að
fljúga einn síns liðs yfir Atlants-
hafið í einum áfanga. Þetta af-
rek hafði hann unnið fimm árum
áður og það var enn á allra vör-
um. Hann giftist Ann Morrow
og þeirri giftingu var fagnað eins
og um konungborið fólk væri að
ræða, og þegar þeim hjónum
Charles Lindbergh, flugkappinn
heimsfrægi, varð að gjalda
fyrir frægð sína.
fæddist sonur, var það álíka mik-
ill viðburður og þegar prins fæð-
ist.
En það kostar mikið að vera
frægur og það kom bezt í ljós
þegar Lindbergh kallaði í ör-
væntingu sinni: ,,Það er búið að
ræna barninu okkar !“
Heimurinn beið með öndina í
hálsinum og Lindbergh-hjónin
áttu samúð allra. Lögreglan gat
ekki haft upp á ræningjanum og
enn síður upp á drengnum, sem
var 20 mánaða gamall, þegar
þetta gerðist. Það var ekkert að
græða á þeim ummerkjum, sem
ræninginn skildi eftir sig.
HEIMILISRITIÐ
25