Heimilisritið - 01.08.1958, Síða 28
Hann skrifaði bréf og skildi
það eftir í gluggakistunni í barna-
herberginu. Hann heimtaði að fá
50 þúsund dollara, þá skyldi
hann skila barninu ómeiddu. —
Fyrir utan húsið fannst tréstigi,
sem ræninginn hafði notað og á
stiga þessum fundust hvorki
meira né minna en 500 fingra-
för. Það virtist því augljóst mál,
að ræninginn yrði fljótlega hand-
tekinn. En það var ekki hægt að
finna nein fingraför í safni lög-
reglunnar, sem svöruðu til fingra-
faranna á stiganum.
Fjórum dögum seinna skrifaði
góðviljaður maður, sem hét Jaf-
sie Condon, til blaðs í New York
og bauðst til þess að vera milli-
göngumaður milli ræningjans og
lögreglunnar. — Fjöldi annarra
Ameríkumanna vildu hafa af-
skipti af þessu máli á einn eða
annan hátt.
Sjálfskipaðir leynilögreglu-
menn söfnuðust saman fyrir ut-
an heimili Lindbergh-hjónanna
og fjöldi fólks þóttist hafa haft
samband við ræningjann. En það
var hinn barnalegi og saklausi
Jafsie, sem fékk skilaboð frá
ræningjanum. Það var párað
blað, sem var lagt í bréfakassann
hjá honum. Margs konar bréf
höfðu borizt til lögreglunnar í
sambandi við ránið, en á þessu
bréfi voru þrír hringir dregnir ut-
an um þrjú göt á blaðinu, ná-
kvæmlega eins og á bréfinu, sem
skilið hafði verið eftir í glugga-
kistunni.
A þessu bréfi, sem Jafsie fékk,
var Lindbergh-hjónunum sagt að
auglýsa í blaði, þegar lausnar-
gjaldið væri tilbúið. Ræninginn
sendi í pósti sönnun fyrir því, að
hann hefði barnið. ÞaS voru nátt-
föt litla drengsins.
LINDBERGH-HJÓNIN voru í
öngum sínum og vildu reyna allt.
Þau ákváðu því að hafa samband
við ræningjann án samráðs við
lögregluna. ÞaS var tæpast hægt
að fá Lindgergh til þess að fall-
ast á þaS, að skrifuð yrðu niður
númerin á peningaseðlunum, sem
ræninginn átti að fá.
Svo var það kvöld eitt, að
Lindbergh og Jafsie stóðu í myrkri
rétt við kirkjuvegg einn og biðu
eftir ræningjanum. — Þeir vissu
ekki þá, að litli drengurinn var
þá látinn. Hann hafði verið myrt-
ur og grafinn í grunnri gröf, um
átta kílómetra frá þessum stað,
sem þeir biðu á.
Ut úr myrkrinu heyrðist karl-
mannsrödd, sem bar erlendan
málhreim. „KomiS hingað." —•
Þeir afhentu manninum 50 þús-
und dollara og fengu í staðinn
miða. Á honum stóð, að barnið
26
HEIMILISRITIÐ