Heimilisritið - 01.08.1958, Side 36
renndi til mín góðlegum augum:
„Ég er skyggn, skal ég segja þér.
Ég hef séð þetta allt fyrir. En
ég veit líka að hann kemur of
seint.“
Ég brosti: — ,,Þú átt eftir að
a í mörg, mörg ár, Stína mín.
Sannaðu til.“
Gamla konan sagði aðeins: —
,,Það vona ég að ekki verÖi,
vegna þess að hér eiga eftir að
gerast hræðilegir atburÖir.“ Svo
lækkaði hún róminn og hvíslaÖi
að mér, eins og fleiri væru við-
staddir. — „Erlendir hermenn
eiga eftir að búa hérna í húsinu
mínu. . . .“
Ég minntist á þetta við kaup-
manninn, þegar ég kom til þorps-
ins. Hann yppti öxlum :
„Já, menn segja að Stína
gamla sé skyggn, en ekki veit
ég hvað er hæft í því.“
Svo var það fjórum dögum síð-
ar, að ókunnugur maÖur bankaÖi
á húsdyr mínar. ÞaS var þrek-
legur og herðibreiður náungi, á
sextugsaldri og hann kynnti sig
sem Karl Hansson frá U.S.A.
Hann hafði komiÖ gangandi að
sunnan og hefði helzt viljað
halda ferðinni áfram, en var hálf-
lasinn og baðst því gistingar hjá
mér.
„AuSvitaS,“ sagði ég og á
sama augnabliki datt mér dálít-
ið í hug. — „Þér skylduð þó
ekki vera sonur hennar Stínu ?“
Jú, það var þá hann. Honum
varð stirt um mál, kannske komst
hann við, — kannske var hann
feiminn:
„Ég skrifa nú dönskuna ekki
sem bezt," sag§i hann — „og
ég bjóst ekki við að mamma
skildi ensku."
„Á ég ekki að fylgja yÖur heim
til móður yÖar undir eins ?“
spurði ég og sagði honum hvað
gamla konan hefði sagt við mig.
„ViS skulum heldur fara þang-
að á morgun," sagði hann. —
„Mér líður ekki rétt vel núna.“
Næstu klukkustundirnar sagði
hann mér alla sína ævisögu. —
Meðan hvessti á vestan í ofsa-
veður. Líf hans í U.S.A. hafði
sannarlega ekki verið neinn dans
á rósum. Tímunum saman hafði
hann setið í fangelsi og það var
ein orsökin til þess, að hann vildi
ekki setja sig í samband við for-
eldrana í gamla landinu. En nú
hafði hann loksins hagnazt það
mikið á heiðarlegan hátt, að
hann gat vitjað heimkynnanna
og gamallar móður sinnar. —
Hvernig leið henni ? Var hún
veik ?
„O, nei,“ svaraði ég. — Hún
heldur sér mjög vel og þegar þér
heimsækiÖ hana á morgun, mun
hún eflaust lifa mestu hamingju-
stund ævi sinnar."
34
HEIMILISRITIÐ