Heimilisritið - 01.08.1958, Síða 45

Heimilisritið - 01.08.1958, Síða 45
kynnu að vita, sem máli gæti skipt, um atburðinn á Aljuneid- götu, voru yfirheyrðir og var það nánast heppni, að í eitt vitni náð- ist, sem gat þess af tilviljun að það hefði séð bíl á götunni um það leyti sem líkið hafði verið látið þar. SagSist vitnið muna eftir bílnum vegna litarins, sem var rauður. Nú var það svo, að þessi lit- ur á bílum var fremur sjaldgæf- ur í Singapore og nágrenni og þess vegna takmörkuðu þessar nýju upplýsingar mjög leitina að Chevroletbílnum með fernskon- ar hjólbörðum. Hin mesta áhersla var nú á það lögð að afla upp- lýsinga um hvern einasta rauð- an Chevroletbíl, sem finnanlegur væri, og að lokum barst tilkynn- ing um, að einn slíkur væri í Johore. Lögreglan þar var beð- in að taka hann í sínar vörzlur, og sendur var þangað leynilög- reglumaður til að skoða hann. Hann hafði meSferðis ljósmynd- ir af hjólförunum, sem fundust morSkvöldiS, og þegar þær voru bornar saman við hjólbarðana á bílnum reyndist algert samræmi vera á milli. Þetta var ágætt, svo langt sem það náði, en ekki var sönn- un fengin fyrir því, að þetta væri rnorðbíllinn. Hins vegar var ör- uggt að þessi bíll hafði verið á Aljuneidgötu um sama leyti og líkið var skilið þar eftir. Eigand- inn, sem hafði útleigu bíla að at- vinnu, hafði greinilega fjarvistar- sönnun. „Þetta var kvöldið sem Chev- roletinum var stolið, þar sem hann stóð úti fyrir veitingastofu, þar sem ég var að fá mér kaffi- sopa,“ sagði eigandinn. Þetta staðfesti lögreglan f Johore, sem hafði fengiS tilkynningu um þjófnaðinn. „Hvernig fenguð þér bílinn aftur?“ spurði lögreglan. ,,Hann stóð úti fyrir húsi mínu morguninn eftir. Hefur verið skil- inn þar eftir um nóttina.“ Fleiri spurningar voru lagðar fyrir eigandann og allt í einu kom hann með upplýsingar, sem fengur var í. „Eftir á að hyggja,“ sagði hann, „man ég eftir því, að Kínverji nokkur falaðist eftir að fá bílinn leigðan kvöldið, sem honum var stolið. Ég neitaði, vildi ekkert við hann eiga og fór hann þá leiðar sinnar. Ef til vill hefur það verið þessi náungi, sem stal bílnum.“ ÞaS var talsverðum vandkvæð- um bundið að grafa upp, hver maður þessi væri, en það tókst, og kom þá í ljós, að hann var ný- lega kominn til héraðsins. Fyrst í stað neitaði hann að hafa reynt að fá bílinn leigðan, en þegar heimilisritið 43

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.