Heimilisritið - 01.08.1958, Page 51

Heimilisritið - 01.08.1958, Page 51
Rikon að nafni, sem var hálfgerður auli, kom með gos- könnu til að vökva blómabeðin og kaldur vatnsúðinn mynd- aði dökka bauga kringum hlúmoldina við rætur georgíunnar. Á hvítum borðdúknum á svölunum blikaði á gljáfægðan suðandi samovarinn, og við hliðana á honum var rjómi og bakningur. Ég var nýkomin úr baði og hafði ágæta matarlyst, svo ég gleypti í mig brauðsneið og saup á rjómakönnunni, en beið ekki eftir að Katja kæmi með teið. Ég var í fleginni lérefts- blússu, með vasaklút bundinn um vott hárið. Katja kom fyrst auga á hann. ,,Nei! Sergius Michailowitsch,” hrópaði hún, ,,og við sem vorum einmitt að tala um yður.“ Ég reis upp í skyndi og ætlaði inn að skipta um föt, en hann kom þá í sömu svifum út á svalirnar. ,,Þér eruð þó ekki feimnar við mig, eða hvað á svona tilstand að þýða uppi í sveit ? Hér er ég alveg eins og ég væri heima hjá mér.“ Ég var á annarri skoðun, og blygðaðist mín fyrir að vera svona lítið klædd. Ég skauzt út úr dyrunum og kallaði til hans um leið: ,,Ég verð enga stund.“ ,,Hvað á þetta að þýða ?“ kallaði hann aftur. ,,Þér líkist núna helzt nýgiftri, blómlegri bóndakonu.“ Meðan ég hafði fataskipti var ég að hugsa um það, hve kynlega hann horfði á mig. ,,Jæja, gott og vel, ég er óendan- lega fegin, að hann skuli vera kominn aftur. Nú verður gaman að lifa.“ Þegar ég hafði skoðað mig hátt og lágt fyrir framan speg- ilinn, hljóp ég niður aftur, gagntekin af eftirvæntingu. Ég reyndi á engan hátt að draga dul á gleði mína, yfir að sjá hann aftur, og ég var kafrjóð af hlaupunum, þegar ég kom út á svalirnar aftur. Hann var seztur að borðum og var að skýra Kótju fra fjárreiðum okkar. Þegar ég kom til þeirra brosti hann til mín, en hélt áfram viðræðunum, eins og ekkert hefði ískor- izt. Hann sagði að hagur okkar stæði ágætlega, og ekekrt HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.